Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 64
Tímarit Máls og menningar veit enginn nema sá sem kallaður er. - Við sjáum heldur ekki sólkembt landið í vestrinu, aðeins sólmistrið sjáum við, og þó aðeins ef við lokum augunum og sofnmn. En ég veit það er til, eða öllu fremur, trúi það sé til, því himin þess hef ég litið. Slíkur himinn fyrirfinnst hvergi nema þar. Honum verður ekki lýst, hvorki í orði né mynd. Og hafið hef ég séð og hvíta fugla á svifi yfir hafinu. Slíka fegurð á jörðin ekki til. Ég held við hugsum fæstir svo mjög um annað líf. Tíminn fer sínu fram hversu mjög sem við brjótum heilann um annað líf, svo það er tilgangslaust að vera að hugsa um þetta. Að sjá þessa mynd: fólkið í elli, hrumleik og sýki. Væri ég guð, þá mundi ég þurrka þetta út hljóðlátt og kurteislega, eins og strokleðrið mitt, mjúkt og viturt, það blýantsletur sem einhver óvina minna hefur blettað með hvíta örkina, mér til hneisu. Og ég mundi fylla húsið af hlæjandi fögrum börnum og unglingum sem væru að byrja að elskast. Og þó. - Listamaðurinn getur gert ellina að furðulega fagurri mynd - því verður ekki neitað. - Máski skortir okkur aðeins gáfu listamannsins til að sjá fegurðina í hrörnuninni. Ekki þarf þó ávallt listamann til að sjá það fagra í fylgd ellinnar. Mér er það til dæmis ennþá ferskt í muna, hve mér, ungum manni, fannst gömul móðir Sigvalda Kaldalóns fögur kona. Og öðru sinni var það, að ég lá á sjúkrahúsi og sá þar eina þá fegurstu hauskúpu sem ég hef nokkru sinni litið. Það var mjög gamall maður og sköllóttur, sem átti þessa undursamlegu fegurð. Ég horfði mikið á haus þessa gamla manns, og mér er ekki grunlaust um, að heilsufar mitt hafi notið góðs þar af fremur en ills. Því miður dó þessi gamli maður daginn áður en ég var relcinn. 62 Ég fer daglega í smágönguferðir til að yrkja óskrifaða sálma um sólskinið og blómin og fólkið sem er á ferðinni með guði sínum og andskota. Á gleði og harm barna er maður skyggn, en þeir fullorðnu eru gjarna eins og matt gler. Hið svartasta myrkur getur búið þeim í hjarta án þess maður verði þess var. Ég man einn vin minn geðsjúkan, hann var kátur og ærslagjam þó að tal hans væri oftast eins og utan við alfaraleið, ætti jafnvel skyldleika sinn fremur við óþekkta stjörnu úti í geimnum en þá jörð sem við göngum á. Þegar ég talaði í suður, þá talaði hann í norðui', eða kannski réttara sagt, allar áttir í senn. - Þú átt að vera stilltur, sagði ég við hann, svo sjúklingarnir geti fengið næði til að sofa og fílósófera. - Hann Jónas frá Hriflu, svaraði hann, gengur 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.