Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 57
Úr dagbók (11)
hefur mér ekki tekizt að gleyma þessum feimulausa höfðingja þeirra Stranda-
manna. - Þetta var ekki grín og ekki guðlast - sítatið var í engri snertingu
við erfitt starfið, heldur fékk hér orðrík þögn ljóðelskrar sálar allt í einu
þann hljóm, sem heimsku ungmenni eins og mér fannst láta dálítið skoplega
í eyrum mitt í óhátíðleik mokstursins.
Frá Borðeyri lá leið okkar austur til Hvammstanga og heim í Lyngholt til
Margrétar systur minnar, sem tók okkur fagnandi eins og þeim vinum, sem
hún hélt að væru dánir. - Húsið hennar er bæði lítið og lágt, en svipar að
því leyti til hjarta almættisins, að það rúmar alla - alla.
Við áttum þar eina góða draumanótt. En í bítið næsta dag, fórum við
þess á leit við Margréti, að hún yrði leiðsögumaður okkar umhverfis Vatns-
nesfjallið. - Hún hlakkaði til þeirrar ferðar engu síður en við sjálfir.
Hér er landslag ekki óáþekkt því og gerist í innfjörðum Breiðafj arðar,
nema kannski láglendið sé ívið meira í sér.
Hið fyrsta áliugaverða, sem mætti okkur á veginum, voru Ingunnarstaðir,
þar sem Natan var myrtur fyrir sakir freklegrar kvensemi sinnar: - Allt
mun það klatur bókfest og vera mikil harmsaga. - Hér eru nú hús öll reisu-
legri en í þá tíð og að sama skapi leiðinlegri. - Það gerir menningin. — Þessi
líka þokkalega menning. Mér er hálf illa við hana. - Og þarna orti Guð-
mundur bróðir Natans, þessa elskulegu vísu, sem ennþá hvíslar í grasi
túnsins:
Þegar ljóð mitt eftirá
allra þögn er falið,
Illugastaða steinar þá
standið upp og talið.
Hann mun verið hafa allvel gerður hann Guðmundur heitinn, bæði til
líkamans og sálarinnar. - Og einhvers staðar hér á að vera bærinn þar sem
hvalavaðan synti á þurrt í einu hallærinu, og bjargaði þannig fjölda manns
frá því að verða hungurmorða. — Mig minnir j>ar heiti Ánastaðir og er
ábyggilega guði þekkur staður.
Og við ókum fram að bæ sem Svalbarð heitir. Þar bjó kona ásamt með
bónda sínum og barnarusli. Hún var vinkona mín í æsku. - Við komum
ekki heim, en staðnæmdumst ofan við afleggjarann og horfðum á bæinn. -
Digur og stultur kvenmaður kom út á dyrahelluna, skyggði hendi fyrir augu
og virti okkur fyrir sér. - Svo var það ævintýri úti.
47