Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 19
Bréf
Hér í húsinu dvaldist Reykvíkingur nokkur þrjá mánuði í hitteðfyrra.
Hann var á fimtugsaldri. Þegar hann var búinn að vera hér á annan mánuð
tók hann að dreyma furðulega drauma. Oft dreymdi hann fugla og reið
grárri meri í loftinu. Þessi maður var þá búinn að shta sér út í hjónabandi
í 20 ár, en kona hans var syðra. Drauma sína sagði hann yfir borðum eins
og eg. Hann varð að almennu athlægi í húsinu, en enginn þorði að ráða
drauma hans upphátt.
Draumaráðningar sínar hefir Vilmundur úr þýðverskum doðrant. Hann
er saman settur af þýzku læknisfífli, er Stekel heitir. Þessu trúir Vilmundur
eins og nýju neti. Hann segir, að draumar séu ekki fyrir einhverju, heldur
af einhverju. Mér hefir ekki enn þá tekist að koma honum í skilning um, að
það, sem er fyrir einhverju, sé einnig af einhverju. Annars er Vilmundur dá-
lítið farinn að hneigjast til dulspekilegra ígrundana í seinni tíð. Eg held
hann hafi orðið fyrir áhrifum af Upton Sinclair. Sinclair er miklu andlegri
maður en títt er um sósíalista. Vilmundur á flest rit hans. Ein af bókiun hans
heitir The profit of religion (tekjur af trúarbrögðum). Sýnir hann þar,
hvernig menn nota trúarbrögðin til þess að auðga sjálfa sig og féfletta aðra.
En Sinclair er ekki sá asni, að fordæma trúarbrögðin fyrir þessar sakir. Hann
segist þvert á móti trúa öllum kraftaverkum Krists, einnig því, að hann hafi
vakið upp mann, sem virtist vera dauður. Ef sósíalistar reyndu að vera í ein-
hverju skynsamlegu samræmi við sjálfa sig, ættu þeir einnig að rísa önd-
verðir gegn vísindunum, því að þau eru aðalvopn kapitalistanna móti þeim
og þeirra hugsjómun.
Nú ætlar Vilmundur að fara að lesa Æðri heima eftir Leadbeater. Hann
er að láta reisa fullkomnasta spítala landsins. Það verður veglegt hús. í
kjallaranum er líkhús, en stór upprisusalur á efslu hæðinni. Þar á að vekja
mig og Odd Gíslason upp frá dauðum. Vilmundur þyrfti að vera læknir hver-
vetna þar, sem vantar sjúkrahús. Landsspítalanum fyrirhugaða gæti hann
komið upp á nokkrum vikum. Slíkur maður getur ekki hreyft litla fingurinn
án þess að velta veröldum.
Yfir ísafirði er fjall eitt geysimikið með klettabeltum ofan til. Uppi í miðri
hlíðinni er stór stallur inn í fjallið. Hann heitir Gleiðarhjalli. í fyrra vor
flutti Kjerúlf læknir ræðu undir beru lofti við hátíðarhöldin hér 17. júní.
I ræðu sinni komst hann meðal annars svo að orði, að dauðinn lægi í leyni
inni á gólfi, er ungbörnin fæddust, og réðist á þau eins og ánamaðkur. Enn-
fremur sagði hann, að Guð væri eins hátt hafinn yfir mennina og Gleiðar-
hjalli yfir ræðupallinn. Þessu sneri Vilmundur svo í bundið mál:
9