Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 15
Bréj
Ingimar er talinn viss. Séra Kjartan, Ágúst í Birtingarholti og séra Ól-
afur á Stóra-Núpi styðja hann. Með þeim er heil hersing smærri manna.
Jón frá Kallaðarnesi er aldavinur Magnúsar Gíslasonar. Hann segir, að
Magnús sé alls ekki jafnaðarmaður.
Greinar þínar gegn Gísla og Kjerulf þykja meistaraverk hér syðra. Hafa
margir fært þær í tal við mig. Sigurður Jónasson sagði, t. d.: „Þær eru
afarljóst hugsaðar og setningarnar stuttar, án þess að vera tilgerðarlegar,
eins og oft á sér stað hjá þeim sem iðka stuttar setningar.“ Sigurður, Hall-
hjörn, Kristín, Erlendur og Felix - alt eru þetta orðnir þínir aðdáendur á
akri listarinnar.
Ekki er enn búið að reka mig frá Verzlunarskólanum. Skólinn var settur
fyrir nokkrum dögum. Þar voru við staddir sumir svæsnustu kapitalistar bæj-
arins, sköllóttir af afturhaldi. Þeir heilsuðu mér með handarbandi og stórri
referentsíu. Annaðhvort þyki eg merkilegur kennari eða ekkert mark er tekið
á mér í poletík. Skólastjóri hélt ræðu og lofaði mjög ósérplægni hinna sköll-
óttu. Var sem drypi hunang af ásjónum hinna kennaranna. Eg einn sá í
gegnum þennan endemis skollaleik og hló í hjarta mínu. Svo innlífaður er
Lárus skepnan Jóhannesson braskarastéttinni, að í vetur kennir hann verzl-
unarrétt við skólann fyrir ekki neitt. - I morgun kendi eg mun á hljóðstöf-
um og samhlj óðendum í annari deildinni, en i-hljóðvörp í hinni. Alla
leyndardóma þessara hluta skýri eg með myndum, sem eg teikna sjálfur á
töfluna, og þykir það góð skemtun. Hálfdán Helgason segir, að eg spyrji
meistaralega vel á prófum. Eftir tímana átti eg langt poletískt rifrildi við
sjálfan skólastj órann. Þetta er nú maður, sem þorir að hafa sannfæringu.
Sé ekki tekið mark á mér í poletík nú sem stendur, skal það verða gert
síðar. Eg er nú byrjaður að studera poletík undir handleiðslu Hinriks. Hann
er lærðastur í þeim fræðum á landi hér. Hann lét mig byrja á Geschichte
der Nationalökonomie, tvö bindi, um 600 blaðsíður. (Eg hefi lesið stærri
bækur). Eg er vísindamaður að eðlisfari og vil lesa systematiskt.
Saga Unuhúss mælist hér vel fyrir. Erlendur er ánægður með hana.
Kristín segir, að saga Gröndals hlikkni og fölni hjá þessu furðuverki. Hún
leið í ómegin meðan eg las yfir henni áhrifamestu kaflana. Svo var henni
dátt. Katrín Söbekk á að fá að lesa afrit af þessu í einrúmi. Katrín er lag-
legt kvendi, gáfuð og lærð og ber með sér klassiskt aðalsmót. Hún er síles-
andi. Hún les og talar ensku og þýzku. Eg gæti sennilega fengið hana, ef eg
vildi. En frelsið er mér dýrmætara en drósar magi. - En sá hængur er nú
á, að Una er orðin sljó og búin að tapa minni. Eg var að skrifa upp eftir
5