Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 92
Tímarit Máls og menningar
á löngu, að ýmsir árekstrar yrðu milli Gyðinga og þessarar nýju stéttar, þeir
missa smám saman einokunaraðstöðu sína á sviði verzlunar og þeir eru úti-
lokaðir frá gildum hinna evrópsku kaupmanna. A 15. og 16. öld var flestum
Gyðingum vísað úr landi á Spáni og Portúgal. Þessir Gyðingar settust
margir hverjir að í Austur-Evrópu og hinu ottómanska ríki. Þar fundu þeir
verzlunarhætti hins gamla lénsskipulags, sem þá hafði sungið sitt síðasta
vers í Vestur-Evrópu, og hér ganga þeir á ný inn í sitt gamla hlutverk sem
verzlunarmenn, víxlarar og handverksmenn. Fæðingarhríðir kapítalismans í
Austur-Evrópu á 19. öld urðu allharðar og varð hin nýja borgarastétt Rúss-
lands að styðjast við öfgafulla þjóðernisstefnu sér til framdráttar. I efnahags-
öngþveiti þessara ára var athygli fólksins síðan beint inn á brautir andsemit-
isma og Gyðingahaturs, eins og áður hefur verið að vikið.
Gyðingar Vestur-Evrópu fóta sig í nýjum heimi hins iðnvædda kapitalisma
og verða álirifamikið afl í f j ármálaheiminum. Styrjaldir 20. aldar færa okkur
feigðarboða kapítalismans í alláþreifanlegum myndum. Nýir þj óðfélagshættir
eru í deiglunni og harðnandi átök sósíalisma og kapítalisma setj a Gyðinga í
Evrópu í sömu aðstöðu og þeir komust í á 15. og 16. öld, er lénsskipulag
miðalda hafði gengið sér til húðar. „Evrópskir Gyðingar urðu að gjalda
ógnlegu verði það hlutverk, sem þeir höfðu leikið í sögu Evrópu, án þess þó
að hafa valið það sjálfir,“ segir I. Deutscher. - Mynd hins ríka Gyðinga-
kaupmanns og okurkarls, eins og hún hafði lifað í þjóðsögu og ævintýri, var
hent á lofti af nazistunum þýzku og hún blásin út, þar til hún tók á sig tröll-
aukna mynd, sem otað var að hinum fáfróða múg, honum til hremmingar og
valdhöfunum til hagnaðar.
Að dómi marxista er því orsakanna að andsemítisma og Gyðingahatri hér
að leita, og allar tilraunir til að leysa vandamál Gyðingahaturs hljóta að
vera bundnar því, að andstæður kapítalismans í efnahagslífi samtímans verði
leystar með vaxandi sósíalisma. Því er lausn Gyðingavandamálsins ef til vill
minna undir því komin, hvaða stjórn situr að völdum í Tel Aviv, en hinu,
hvaða stjórnarhættir verða teknir upp á Vesturlöndum á komandi árum,
segja þeir. -
Ég vitnaði áðan í Isaac Deutscher, en hann var af pólskum Gyðingaættum,
kunnur blaðamaður og rithöftmdur. Hann lézt árið 1968. Hann ferðaðist
um Ísraeisríki nokkru fyrir dauða sinn og flutti þar fyrirlestra, þar sem
hann ræddi meðal annars vandamál ísraelsmanna og Palestínu-Araba. í ein-
um af fyrirlestrum sínum komst hann svo að orði um þessi mál:
„Maður stökk út af efstu hæð á brennandi húsi, þar sem margir ættingjar
82