Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 40
Tímarit Máls og menningar
að nokkrum hluta og þar eð þeir erlendir menn, sem stunduðu kaupskap
hér og unnu hér sem búðarlokur komu margir hverjir hingað af fremur
neikvæðum ástæðum, var heimanfylgj an ekki sem vænlegust til mólunar. Því
verður skiljanlegur þj óðvillingsháttur mótandi hluta íslenzkrar borgarastéttar
og öll pólitík Sj álfstæðisflokksins sér í lagi. Þeir sem voru sprottnir úr öðr-
um jarðvegi og mótuðust af íslenzkum samfélagshefðum urðu annaðhvort að
gerast einhverskonar umskiptingar eða réttlæta afstöðu sína sem samstöðu
með lýðræðisþjóðunum. Hvað mn það, þá gildir græðgin og gróðahugsunin
sem mótunarafl innan flokksforustunnar, öðru nafni framtak einstaklingsins
á Morgunblaðsmáli, athafnasemi á vettvangi kaupsýslu og hrasks.
Ótti braskaranna við að missa aðstöðu til iðju sinnar markar mjög stefnu
Sjálfstæðisflokksins, og er sívirkur. Þessi stöðugi ótti kemur oft fram í
þeirri mynd að hræða fólk til fylgis við Sjálfstæðisflokkinn á fölskum for-
sendum, frægasti skelfingarvakinn er vitaskuld Rússar og kommúnistar.
Ekki er þar með sagt að kommúnistar á Morgunblaðsmáli sé ákveðið hug-
tak, sem merki eitthvað í þá átt sem hugsandi verur leggja í orðið. Hugtakið
kommúnisti á Morgunblaðsmáli getur merkt: sósíalisti, kommúnisli, anark-
isti, maoisti, framsóknarmaður, sósíal-demokrat og einstaka sinnum alþýðu-
flokksmaður. Orðið er notað um þá sem ógna aðstöðu braskaranna, sem reka
Sjálfstæðisflokkinn. Stjórn Tryggva Þórhallssonar var nefnd kommúnista-
stjórn á sínum tíma, Jónas Jónsson var á snærum kommúnista og núverandi
stjórn Ólafs Jóhannessonar er að því er skilst á Morgunblaðinu dulbúin
kommúnistastjórn. Og hvar er þá öryggi að finna þegar shk stjórn er við
völd? Það hefur stundum gloppazt upp úr Sjálfstæðisforustunni að herinn
á Keflavíkurflugvelli tryggi „frelsi og lýðræði'‘ á íslandi og muni gera það,
ef hagsmunum braskaralýðsins yrði verulega hætt. Þar er það skjól og
skjöldur sem tryggir öryggi Sjálfstæðisflokksins ef í odda skærist, að þeirra
áliti. Varnir landsins eru aðeins dulbúningur, samstaða með lýðræðisþjóð-
unum réttlæting og skrautfjöður smáborgara, en aðalatriðið er að herinn
verði hér um aldur og ævi Sj álfstæðisflokknum til verndar gegn íslenzkri
stefnu í utanríkismálum og gegn samvirku íslenzku samfélagi, félagshyggju og
samvinnu, sem er sá kommúnismi sem braskararnir og Sjálfstæðisflokkur-
inn óttast. Ailt tal þeirra um varnir landsins er yfirskin, herinn á Miðnes-
heiði veitir þeim öryggi og sálarfrið. Því er stefna þeirra skiljanleg, þeir áhta
Bandaríkjamenn kjörna verndara bófafrelsisins, og að þeir muni styðja við
bakið á sér, ef verulega yrði þjarmað að eigendum Sjálfstæðisflokksins. Þessi
skoðun þeirra ber þess ekki vott að þeir meti bandarískt siðferði hátt í utan-
30