Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 121
valdablokka og efnahagsafla. Fjöldi mynda
fylgir og hefði ekki sakað að skýringar
fylgdu í ríkara mæli en gert er.
Þótt margt megi að ritinu finna, þá er
það gagnsamlegt, eins og áður segir, stað-
reyndir raktar og sumar athugasemdh' höf-
undar um menn og málefni glöggar og at-
hyglisverðar, svo það hvarflar að manni
að óheppilegri varúð hafi verið beitt,
og ýmsu sleppt sem hefði gert ritið ítar-
legra og betra sagnfræðirit. En hvað um
það, hér má slá upp atburðarásinni eins
og hún var samkvæmt þeim heimildum
sem höfundur notar. Frágangur bókarinn-
ar er góður.
Heimir Þorleifsson segir réttilega í bók
sinni, að togaraútgerðin hafi í fyrstu ver-
ið rekin fyrir erlent lánsfé Islandsbanka og
síldarbræðslan með norsku „kapítali“.
Aður höfðu staðið miklar deilur um stofn-
un erlends hlutabréfabanka hér á landi.
Þingið 1895 olli þáttaskilum í íslenzkri
pólitík, „commersíalisminn" heldur inn-
reið sína í íslenzkt santfélag, hin harða
stefna Benedikts Sveinssonar lætur í minni
pokann fyrir nýrri stefnu málamiðlunar,
sem byggði á afslætti í sjálfræðiskröfum
gegn erlendri fjármögnun hérlendis, til
eflingar efnahagslegum framförum og
moderniseringu samfélagsins. Stefnubreyt-
ingin á þinginu 1895 er inntak rits Gunn-
ars Karissonar, deilurnar um stjórnarskrár-
baráttuna og orsakir stefnubreytingarinn-
ar.1 Höfundur rekur þessa sögu af ná-
kvæmni og ágætum söguleguin skilningi og
gcrir einnig grein fyrir þeim hvötum, sem
réðu afstöðu þingmanna til breyttra við-
horfa við óformlegt tilboð dönsku stjómar-
innar og einnig aðdragandanum að afstöðu
þeirra á þinginu 1895. Rit þetta er lykilrit,
1 Gunnar Karlsson: Frá Endurskoðun til
Valtýsku. Bókaútgáfa Menningarsjóðs
1972. 167 bls.
Umsagnir um bœkur
þingið 1895 olli þáttaskilum í sjálfstæðis-
baráttunni og samþykktir þess leiddu til
kviknunar borgarastéttar á íslandi, sem
tók að aðhæfa framleiðsluhættina kapítal-
ísku hagkerfi. Með stofnun Islandsbanka
hófust umsvif í ýmiskonar kaupsýslu
og útgerð. Gullgrafarabragurinn var áber-
andi og kom fram í nafngift almennings
á síldarútvegsmönnum, „spekúlant". Hér
úði og grúði af þessurn spekúlöntum á öll-
um sviðum, það var spekúlerað í síldarút-
vegi, togaraútgerð, fossum og alls konar
prangi. Húrrapatríótisminn hélt innreið
sína á fyrstu áratugum tuttugustu aldar,
sem var það form ættjarðarástar, sem
einskorðað var við íslenzka smákapítal-
ista, og smitaði reyndar út frá sér í ýmis-
konar framfarafélagsskap upp úr aldamót-
unum. Meðan vel gekk, hirtu erlendir hlut-
hafar Islandsbanka arðmiðana meðan pró-
letarastétt tók að myndast úr bændafólki,
sem gat ekki lengur framfleytt sér af land-
búnaðarrekstri sfðmiðalda, eins og tíðkað-
ist hér fram á íjórða áratuginn.
Höfundur getur þess, að þingið hafi
einkum verið skipað bændum og emb-
ættismönnum fram á tíunda tug aldarinn-
ar, en þá hafi meira tekið að brydda á
kaupsýsluhagsmunum meðal þingmanna,
sumir þeirra voru tengdir kaupfélögum og
verzlun. Þessir menn ásamt hagnýtissjón-
armiðum yngri kynslóðarinnar meðal
menntamanna mótuðu stefnuna. Benedikt
Sveinsson segir að „materíalistarnir" „til-
biðji og magni eiturnöðruna (efnishyggj-
una) í brjósti bænda". Höfundur telur að
almenningsálitið hafi verið þvingað til
fylgis við stefnu Benedikts Sveinssonar,
endurskoðunarstefnuna og því hafi upp-
reisnin gegn endurskoðunarstefnunni „ver-
ið í fyrstu hvort tveggja í senn harkaleg
og þó hikandi". Þjóðemisstefnan var talin
stefna endurskoðunarmanna og öll til-
raun til málamiðlunar óþjóðleg, þjóðsvik.
111