Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 118
Timarit Máls og menningar m. Panduro var með á nótunum. Daníel D. Black siglir útí lífið hlaðinn heilabögglum. Hann afræður að nema verkfræði. Hversvegna verkfræði? Jú, Daníel óttast mannlegar skekkjur, hann kýs staðreyndir steinsteypu og járna- bindínga, þær tákna í huga hans OR- YGGI! Það er ekki ætlun mín að rekja hér gáng sögunnar, en örfá dæmigerð atriði: Daníel finnur sér konu. Hún er að sjálf- sögðu pottþéttur efnafræðíngur, það hefur aldrei örlað á geðveilum í fari hennar eða ættingja afturí hundsrass. „Við hittumst nokkra hríð, og þegar vin- ir okkar giftu sig, gerðum við það líka“. Konan hefur framtil þessa verið alheil- hrigð, en nú fær hún íllkynjað of- næmi, ofnæmi fyrir Daníel D. Black. Það endar með skilnaði. Brátt fer Daníel D. Black að heyra raddir. Samtímis magnast annir hans í starfi. Fyrirtækið blómstrar undir stjórn Herberts sem er nýríkur streðari og mellu- sál - en auðvitað ekki slætnur innvið beinið. Þeir kumpánar Daníel og Herbert láta hendur standa framúr ermum, byggja virki fyrir herinn, eldflaugaskotpalla og ekki má gleyma neðanjarðarhyrginu fyrir rugl- aða milljónúnginn sem bíður heimsendis með fíngurinn á ákveðnum stað á daga- talinu. „Ég hugsaði ekki hót um að stjóm- arbyrgin væm, frá öðm sjónarhomi, aug- Ijós merki um almenna geggjun". Hve margir verkfræðíngar hugsa um af- leiðíngar þess sem þeir hanna? Daní- el hugsar ekki fyrren seint og síðamieir. Og þó - þráttfyrir allar varúðarráðstafanir smýgur sú hugsun stöku sinni að Daníel að þetta sé raunar geggjun. Það flökrar ekki að Herbert. „Daníel", segir Herbert, „það er ekki í okkar verkahríng að velta vöngum um framkvæmdir ráðuneytisins". „Er ekki heimskulegt að byggja þessi tvö byrgi fyrir margar milljónir króna, meðan enn er húsnæðisekla?" spyr Daní- el. En Herbert ltendir á að stjómin hafi að sjálfsögðu mjög góð rök fyrir því sem hún lætur framkvæma. Herbert viU ekki hugsa, hann er hinn blindi þjónn, peníngar em eina hreyfiaflið í lífi hans, hann er spíra á uppleið. Þegar heimaskil verða í höfði Daníels þá virðist það tilviljun háð. Hann er sleg- inn í hausinn er hann þvælist inní mót- mælagöngu við ameríska sendiráðið, flutt- ur í gæsluvarðhald, stimplaður óróasegg- ur. Herbert kaupir hann út, mútar þeim sem múta þarf tilað þagga málið niður - en Daníel er ekki við bjargandi; hann siglir uppfrá þessu hægt en örugglega að ósi. Hópur byltíngarsinna kemur auga á ástand hans, og með aðstoð úngrar stúlku sem ekki er andlega heil kemst hópurinn yfir upplýsíngar um „hemaðarmannvirki", upplýsíngamar eru opinberaðar, fyrirtæk- ið er svipt verkcfnunum, Herbert fyrirfer sér. En eitthvað athyglisvert hefur gerst: stúlkan hefur með tilvist sinni opnað nýja vídd í og fyrir Daníel D. Black, brætt jök- ul af sál hans. Þannig er það blanda af kviknandi með- vitund um hin efnahagslegu ferli sem Daníel er flæktur í og mjög persónuleg mannleg reynsla, kannski ást, sem skolar Daníel í bókarlok uppá sandeyri nálægt fossbrún: nýr heimur, dýrðlegur og ótta- legur opnast Daníel D. Black um leið og Panduro setur síðasta punkt sögunnar. Kannski kemst Daníel aldrei lengra - eða Panduro. Það þarf varla að taka það fram að sagan er vel sögð', Panduro kann sína iðn, og það sem meira er um vert - stundum 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.