Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 62
Tímarit Máls og menningar
Svo kveður Stefán frá Hvítadal í eftirmælum um landvarnarmanninn
Bjarna frá Vogi, og fatast ekki listfengin fremur en áður. - Annað skemmti-
legra hefur ekki verið inn þann fjallveg sagt.
Sagan kallar á mann í Dölum, en við kinkuðum aðeins kolli og þögð-
um. - Leið okkar lá út Skógarströndina. Mér varð það fróðleikssvölun, að
mega leiða augum Snóksdalinn, býlið hans Daða sem brast karlmennsku til
að afstýra morðinu á Jóni biskupi Arasyni og sonunum hans tveim, en lét
afskiptalaust að frelsishetja landsins lyti í gras dönsku valdi í mynd eins
skrifaraskratta.
Hún Þórunn á Grund hefði átt að vera þar nærstödd. Sú hefði ekki al-
deilis staðið ráðalaus með að bjarga heiðri föðurlandsins og þeirrar guðs-
trúar, sem ég veit ekki betur en hafi gefizt jafnvel og aðrar guðstrúr. - Hefnd
hennar var að vísu svikalaus. En hver var sú hefnd? Aðeins glæpur móti
glæp. Og fari það allt saman hábölvað.
Það er líka mjög skemmtilegt að komast í nálægð Narfeyrar, þar sem
þeir kjaftshögguðu hvor annan endilanga nóttina, hann Jón minn biskup
Vídalín og Oddur lögmaður Sigurðsson sennilega blindfullir báðir tveir og
skildu í styttingi þegar dagur rann. Það held ég hafi verið ljóti pataldurinn.
- Mikill og bölvaður er Bakkus.
Einhversstaðar í nánd við þetta forna höfuðból ókum við fram á tvo út-
lendinga á ferðareisu og gangandi. Þeir veifuðu okkur, en nú mátti vinur
minn Theódór ekki vera að sinna neinu flökkufé: hann var í óða önn að
yrkja klámvísur um bróður sinn Sveinbjörn. — Guð er ekki alltaf með hon-
um Dóra.
í Helgafellssveitinni er hvert og eitt örnefni á sínum stað frá því að land-
nemarnir gáfu þau fólkinu til að unna og varðveita handa Sögunni. - Það er
eitthvað fallegt við þessháttar ráðstafanir.
í Hólminum fundum við ekki þá vini okkar sem við leituðum: Maríu og
Leif. - Þau voru fyrir sunnan fjall að dansa. En við rákumst á Arna Helga-
son skáld og póstmeistara. Það var betra en ekki. En hann var fátalaður og
ég held hann hafi verið að setj a eitthvað saman. — Það fékkst ekki harðfiskur
í Hólminum.
Maríu og Leif fundum við svo fyrir sunnan Kellingarskarð. Þau hættu í
miðjum polka til að fagna okkur og biðjast afsökunar á því að vera ekki
heima, heldur hér. - Það var nefnilega hrútasýning á staðnum sem búnaðar-
málaráðunauturinn hafði stofnað til, - en sá ráðunautur var Leifur sjálfur.
Ekki veit ég hvort hann hefur nokkurn tíman séð nokkurn hrútinn, en vel
52