Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Side 62
Tímarit Máls og menningar Svo kveður Stefán frá Hvítadal í eftirmælum um landvarnarmanninn Bjarna frá Vogi, og fatast ekki listfengin fremur en áður. - Annað skemmti- legra hefur ekki verið inn þann fjallveg sagt. Sagan kallar á mann í Dölum, en við kinkuðum aðeins kolli og þögð- um. - Leið okkar lá út Skógarströndina. Mér varð það fróðleikssvölun, að mega leiða augum Snóksdalinn, býlið hans Daða sem brast karlmennsku til að afstýra morðinu á Jóni biskupi Arasyni og sonunum hans tveim, en lét afskiptalaust að frelsishetja landsins lyti í gras dönsku valdi í mynd eins skrifaraskratta. Hún Þórunn á Grund hefði átt að vera þar nærstödd. Sú hefði ekki al- deilis staðið ráðalaus með að bjarga heiðri föðurlandsins og þeirrar guðs- trúar, sem ég veit ekki betur en hafi gefizt jafnvel og aðrar guðstrúr. - Hefnd hennar var að vísu svikalaus. En hver var sú hefnd? Aðeins glæpur móti glæp. Og fari það allt saman hábölvað. Það er líka mjög skemmtilegt að komast í nálægð Narfeyrar, þar sem þeir kjaftshögguðu hvor annan endilanga nóttina, hann Jón minn biskup Vídalín og Oddur lögmaður Sigurðsson sennilega blindfullir báðir tveir og skildu í styttingi þegar dagur rann. Það held ég hafi verið ljóti pataldurinn. - Mikill og bölvaður er Bakkus. Einhversstaðar í nánd við þetta forna höfuðból ókum við fram á tvo út- lendinga á ferðareisu og gangandi. Þeir veifuðu okkur, en nú mátti vinur minn Theódór ekki vera að sinna neinu flökkufé: hann var í óða önn að yrkja klámvísur um bróður sinn Sveinbjörn. — Guð er ekki alltaf með hon- um Dóra. í Helgafellssveitinni er hvert og eitt örnefni á sínum stað frá því að land- nemarnir gáfu þau fólkinu til að unna og varðveita handa Sögunni. - Það er eitthvað fallegt við þessháttar ráðstafanir. í Hólminum fundum við ekki þá vini okkar sem við leituðum: Maríu og Leif. - Þau voru fyrir sunnan fjall að dansa. En við rákumst á Arna Helga- son skáld og póstmeistara. Það var betra en ekki. En hann var fátalaður og ég held hann hafi verið að setj a eitthvað saman. — Það fékkst ekki harðfiskur í Hólminum. Maríu og Leif fundum við svo fyrir sunnan Kellingarskarð. Þau hættu í miðjum polka til að fagna okkur og biðjast afsökunar á því að vera ekki heima, heldur hér. - Það var nefnilega hrútasýning á staðnum sem búnaðar- málaráðunauturinn hafði stofnað til, - en sá ráðunautur var Leifur sjálfur. Ekki veit ég hvort hann hefur nokkurn tíman séð nokkurn hrútinn, en vel 52
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.