Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 55
Jón Jóhannesson
Úr dagbók (II)
60
Við lögðum upp í langferð í morgun. Theódór frændi minn kennari Daníels-
son, Sveinbjörn bróðir hans og undirritaður. - Veður þurrt og hvasst af
norðaustri og engin grútarlykt í borginni. - Tókum inn í bílinn mannkerti
eitt af útlendu kyni, í botni Kollafjarðar, þar sem síldin veiddist á dögunum
svo ofsalega, að hundruð Reykvikinga misstu heilsuna og urðu að kryppling-
um. - Hér bjó Kolbeinn skáld meðan hann nennti, eða þar til hann réði sig
í vinnu hjá brennivínsstj órninni. Hann dó skömmu síðar úr vítamínsáti. -
Það var mikill skaði.
Þessi göngumaður - ég held hann hafi verið Ameríkani - var kurteis og
þreyttur. Það hreyfðist ekki í honum tungan alla leið uppí Hvalfjörð, þar
sem braggarnir eru. Þar sagði hann thank you og var farinn.
Þetta er kallað að ferðast á puttanum og þykir sniðugt. - Þarna standa
þessir aumingjar á veginum, patandi fingrum að hverjum þeim vagni sem
framhjá fer í sömu átt og þeir eru að paufast sjálfir. - Og svo, loksins þegar
hundrað bílstjórar eru búnir að segja þeim að fara til skrattans, þá kemur
eitt guðsbarn á rauðri hjólatík, opnar fyrir þeim dyrnar og biðst afsökunar
á því hvað maður er seint á ferðinni. - Hann Theódór minn, hann hefur
vissulega aldrei verið neinn kjölturakki kallsins í neðra. - Sveinbjörn glotti
við tönn eins og Skarphéðinn, en ég bað engla himinsins að leiða manninn
upp í skálann hans.
Annars bar ekki til titla né tíðinda fyrr en við komum upp fyrir Forna-
hvamm, þar sem yfir okkur þyrlaðist svo niðasvört þokubræla, að engu var
hkara en hún hefði verið búin til af draugi. - Vegurinn framundan eins og
rassgarnarslitur úr hundi, og ekkert landslag framar. - Það var ekki fyrr en
Hrútafjörðurinn kom á móti okkur með sól í augum undir þokukofranum,
að manni fór að þykja dálítið vænt um heiminn á nýjan leik.
Á Borðeyri býr systursonur þeirra bræðra ásamt konu sinni og fjölda
barna. Þangað beindum við nú ferð okkar, og þar nutum við um langa stund
45