Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 102
Tímarit Máls og menningar
takmarka athuganir mínar við beinar fjárfestingar bandarískra auðhringa
erlendis, því að sú tegund erlendrar fjárfestingar skiptir mestu máli á okkar
límum. Eftirfarandi tölur eru sambærilegar brezku tölunum, sem áður voru
nefndar. Þær eiga við tímabilið 1950-1963. Nettó útstreymi fjármagns frá
Bandaríkjunum var á þessum tíma 17,4 milljarðar dollara, en innstreymið
nam 29,4 milljörðum dollara. Aftur kemur í ljós, að innstreymið var nærri
því 70% meira en útstreymið. Það er einstaklega freistandi að setja þetta
fram sem fyrsta lögmál Sweezy’s um erlenda fj árfestingu, þ. e.: ‘ef um all-
langt tímabil er að ræða, verður gróðinn af erlendri fjárfestingu 70% hærri
en útstreymi fjármagnsins.’ Þetta hef ég grundvallað á ágætustu vísindaleg-
um vinnubrögðum. Ég get bent á heil tvö tilfelli: Nú bíð ég bara eftir læri-
sveinum, sem munu með athugunum á öllum tiltækum tilfellum prófa og
sannreyna, að lögmálið stenzt.
Aftur spyrjum við: Hver hefur notað annars auð? Svarið er sannarlega
auglj óst.
Sömu söguna er að segja af því, sem kallað er hinu broslega nafni þróun-
araðstoð. Oft er þessari aðstoð lýst sem einhverju lausnarorði hagrænnar
þróunar. En tölurnar eru skýrar, og í þessu sambandi mætti bka setja fram
lögmál, þ. e.: ‘því meiri sem aðstoðin er, þeim mun hægari verður þróunin.’
Orsakirnar eru margar. Stór hluti þessarar aðstoðar er vitanlega á hernaðar-
sviði. Yfirlýstur tilgangur þeirrar aðstoðar er að stemma stigu við grýlu
kommúnistaásóknarinnar, þótt allir, sem slitið hafa barnsskónum, viti, að
ósjálfbjarga herir öfugþróaðra ríkja skipta engu í heimsvaldataflinu, og að
í raun og veru er eini tilgangur þeirra að styðja við ríkisstjórnir kúgunarafla
í viðkomandi löndum. Auk þess er meginhluti fjárhagsaðstoðarinnar í engu
sambandi við þróun. Stór hluti hennar lendir í vösum spilltra skriffinna og
embættismanna, stór hluti er notaður til að borga vexti og afborganir af
lánum, sem tekin liafa verið í þeim löndmn, sem aðstoðina veita, og nær
engum hluta hennar er ætlað að ýta undir þróun. Ég vil vitna í ummæli
háttsetts embættismanns í miðstöð þróunaraðstoðar Bandaríkjanna, en sú
stofnun hefur gengið undir ýmsum nöfnum. D. A. Fitzgerald lét eftirfarandi
ummæli falla í blaðaviðtali við U. S. News and World Report, þegar hann
hafði dregið sig í hlé eftir atliafnasaman embættisferil: „Mikið af þeirri gagn-
rýni, sem fram hefur komið á aðstoðina við útlönd, stafar af því, að gagn-
rýnendurnir héldu, að takmark aðstoðarinnar væri að auka hagvöxtinn í
viðkomandi löndum. En það var alls ekki takmarkið. Takmarkið gat verið
að kaupa land fyrir herstöð, knýja fram hagstæða atkvæðagreiðslu á þingi
92