Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 94
Paul Sweezy
Framtíð kapítalismans
Þegar ég stakk upp á að' ræða um framtíð kapítalismans, hafði ég ekki í
huga sérhæfða spádóma um framlíð hans, heldur hafði ég hugsð mér að ræða
um á hvaða hátt menn skynjuðu þetta vandamál, þ. e. að finna markvissa
og frjóa aðferð til að brjóta framtíð kapítalismans til mergjar. Þeir, sem
hafa einhverja þekkingu á ritum mínum, eru ekki í vafa rnn, að ég álít hann
ekki eiga bjarta framtíð fyrir höndum. í sjálfu sér er það ekkert nýtt. Marx-
istar og aðrir róttækir menn hafa haldið því sama fram í meira en öld. En
þveröfugt við það, sem margir bjuggust við, hefur kapítalisminn lialdið velli
og mun líklega gera það enn um hríð þrátt fyrir vonir um hið gagnstæða.
Nákvæm rannsókn og greining á framtíð kapítalismans er því enn jafnnauð-
synleg og fyrr.
Mig langar til að lýsa þeim þremur aðalleiðum, sem menn nálgast þetla
vandamál eftir, og benda á orsakir þess, að ég tel almennari og vanalegri leið-
irnar rangar og að eftir þeim verði ekki komizt að nothæfum niðurstöðum.
Einnig vil ég sýna, hvers vegna sá hugsunarmáti, er ég ræði um sem þriðju
leiðina, leiðir af sér rétta afstöðu til vandamálsins.
Fyrsta leiðin er einkennandi fyrir borgaralega hagfræði og því miður
einnig fyrir vissa gerð marxisma (þann sem fyrst og fremst beinir athygl-
inni að svokölluðum kreppuvandamálum). Athyglinni er fyrst og fremst
beint að breytingum í þróuðum löndum í Vestur-Ewópu og Norður-Ameríku.
Mikil tilhneiging er til að spyrja spurninga eins og þessara: Hafa menn
sæmilega stjórn á viðskiptasveiflum og skrykkj um í efnahagslífinu? Hvað
um þau vandamál, sem bundin eru tæknivæðingu, sjálfvirkni og hæfileika
hins kapítalíska hagkerfis til að aðlagast breyttri verktækni? Hvað um vanda-
mál milliríkjaverzlunar og alþjóðagjaldeyrissveiflur? Hvað líður auðhringa-
myndunum og vandamálum, er af þeim leiða? 0. s. frv. 0. s. frv. Er unnt
að leysa öll þessi vandamál innan núverandi hagkerfis, sem mótað er af
einkaframtaki, markaðslögmálum og gróðasjónarmiðum? Ég held, að hver
sá, sem um tíma dvelur meðal brezkra eða bandarískra háskólamanna, komist
84