Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 110
Tímarit Máls og menningar
ingu leikrits, í samþjöppun, í útrýmingu aukaatriða, að því er til inntaks
leikrits tekur.
Rit Northams Leikrœn aðferð Ibsens skortir gersamlega hin föstu tök
Tennants á sama viðfangsefninu. Eigi að síður er þetta verk þó raunhæf
rannsókn. í raun réttri tekur það þar við, sem Tennant sleppir í yfirborðs-
kenndri misskynjan sinni. Northam leitar hins táknræna, sem býr og stendur
að baki hversdagsleika mannlífsins - svo sem í dagstofunni og búnaði henn-
ar, eins og leikritahöfundurinn Ibsen dregur hana upp í fyrirsögn sinni um
leiksviðið - af nákvæmni sem nálgast ljósmyndina. Reyndar gæti lesandinn
orðið smeykur við orðið „tákn“ eða öllu fremur orðmyndina „táknrænn“,
þegar Ibsen er annars vegar. Hann óskar sér þá, ef til vill, að villiöndin mætti
vera í friði á geymsluloftinu, og hvítu hestarnir fá svolitla hvíld úti í hest-
húsi. En Northam er ekki á því máli. Hann er hins vegar niðursokkinn í rann-
sókn þess, sem leikbúningar og leiksviðsbúnaður eiga að tákna og sýna -
allt þelta, sem lieyrir leikmyndinni til, hin ytri listmeðöl og tæki til að ná
fram áhrifum „gegnum augað“. Þessi grundvallaratriði eru það líka, sem ljá
persónunum jafnan nýja drætti í ytri mynd sína, skýra þætti og hluti, sem
annars kynnu að fara framhjá okkur. En svo fínlega er um þetta búið, að við
veitum naumast hverju einstöku smáatriði atliygli, af því að það er partur
af heild. En einmitt þarna er á ferðinni „sálarfræði í leynum“, og hennar
meistari er Henrik Ibsen.
Skilgreining Northams á hinu Ibsenska leikriti er í raun réttri óbein vörn
fyrir hefðbundinn leikstíl og leikmáta. Samkvæmt þessu mundi tilfærsla í
tíma og nýtízkuháttur varðandi búninga og umhverfismynd leikverks jafnan
verða til að draga úr þeim áhrifum, sem Ibsen stefnir að og vill fá fram.
Tilvísan höfundar um leiksviðsbúnað ber því að fylgja í hvívetna! Tökum
Nóru sem dæmi, þar sem hún dansar tarantelluna í ítölskum kvenbúningi.
Að vísu er það leikbúningur - á að gefa til kynna, að undir niðri þrái hún að
lifa áfram tilveru hrúðunnar. Kringumstæðurnar leggja þar bönd á hana, og
svo dansar hún sinn ítalska dans - þennan sannkallaða kóngulóarvef. Sjal
er hún látin bera utan yfir þjóðbúningnum. Það er eins konar óheillaviti,
þetta sjal. Seinna tekur Helmer það af herðuin hennar - hann vill ekki annað
en hún hverfi aftur inn í heim hrúðunnar. Þegar svo Nóra stendur andspænis
sjálfum örlögunum stutta stund og hugur hennar snýst allur um að ráða sig
af dögum, þrífur hún svartan frakka eiginmannsins og fleygir honum yfir
sig ásamt sjalinu. Og á úrslitastundinni, er hún yfirgefur mann og börn,
sveipar hún um sig sjalinu. Þetta tjáir eldci minna en þótt hlið hefði skollið