Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 26
Tímarit Máls og menningar
Við komum um aftan að Eyri,
en áttutn þar stutta bið.
Mópeys ræður þar húsum að hálfu.
Við liéldumst þar ekki við.
Til hvers er eg nú að skrifa þér þetta mikla og merkilega bréf? Eg geng
þess ekki dulinn, að þú fyrirlítur mig í hjarta þínu. En eg tek mér það ekki
nærri. Sá, sem er fyrirlitinn, getur leyft sér alt við hænsnið, sem fyrirhtur.
Sá, sem er virtur, má hins vegar ekkert segja, sem er virðingu hans ósam-
boðið. Miklir menn þekkjast á því, að þeir eru fyrirlitnir af borgurunum,
hvort sem þessir borgarar eru kapitalistar eða sósíalistar með borgaralegan
móral. Ekki vantar það, að þú þykist hafa fyrirlitningu á borgaralegum hugs-
unarhætti. En hins vegar hefi eg enga manneskju þekt, sem hefir þrætt
nákvæmar borgaralega miðlungsmensku í hreytni sinni og barnauppeldi en
einmilt þig. Þú kvaddir mig eldci einu sinni, þegar eg fór. Þegar aðrir kunn-
ingjar mínir fylgdu mér á skipsfjöl, lást þú eins og skepna í bælinu og
jórtraðir danskan reyfara. Þess utan ertu einhver bezta manneskja, sem eg
hefi þekt.
Berðu Hallbirni ástarkveðju frá mér. Skrifaðu mér aftur.
Hlé.
Sigurður Jónasson kom hér fyrir nokkrum dögum. Hann var mjúkur og
sætur eins og himneskur brúðgumi. Blessed are the meek. Hann sat hér lengi
kvölds og talaði um friðinn himneska.
Nú er eg búinn að skrifa Guðnýju enn þá merkilegra bréf upp á 4 arkir.
A morgun fer eg inn mn alt Djúp. Þið Hallbjörn ættuð að korna því í
kring, að eg yrði ferðasöguritari Alþýðublaðsins sem allra fyrst og mætti
alveg hætta kenslu. Þú sérð, að eg hefi hæfileika til þess. Vilmundur segir,
að bréfið til Guðnýjar verði einhverntima prentað. Sama gildir um þitt.
Verlu nú dugleg í þessu. -
Þinn einlægur: Thorbergananda Thordarcharaka.
[Hið fyrra þessara bréfa er til Vilmundar Jónssonar, en Þórbergur Þórðarson naut
gistivináttu hans nokkur sumur á Isafirði þar sem Vilmundur var þá læknir. Fimm vik-
um eftir dagsetningu þessa bréfs hóf Þórbergur að skrifa Bréf til Láru. Síðara bréfið
er til Kristínar Guðmundsdóttur, skrifað sumarið eftir, frá ísafirði, um það bil þegar
Bréf til Láru er að fá á sig endanlegt form. Nokkur hluti af bréfi því til Sigurðar Nor-
dals, sem hér er getið, var birtur í eftirmynd í þriðju útgáfu Bréfs til Lám, 1949, og er
þar einnig hinn frægi XXXV. kafli (Það var morgunn hins efsta dags -), ásamt sköp-
unarsögu hans, sem er þar nokkm fyllri en hér er greint. - S.D.]
x
16