Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 18
Tímarit Máls og menningar
inn áhuga fyrir lækningum Abrams. Þessa merku konu sá eg í Londonarför
minni og fanst mjög mikið til um tign hennar og manngöfgi. Einnig segist
Guðný hafa lesið grein eftir danskan lækni um lækningar Ahrams. Birtist
hún í blaði hjúkrunarkvenna. Var þar að eins skýrt frá lækningunum, en
enginn dómur á þær lagður. Greinarhöfundurinn kvað segja, að Abrams
hafi áður verið þektur sem merkur og ábyggilegur læknir. Hefði þar að
auki verið mjög vel efnum búinn.
Sveinn ætlar að taka greinina í næsta hefti. Lúktu við að þýða hana sem
allra fyrst.
2
ísafirði, 27. júní, 1924.
Hárrotna heiðursfrú. Þú sem kennir eins og Jósefína, en lifir eins og María.
Friður guðs blífi æ með þér og þínum.
ísland á að koma hér eftir tvær klukkustimdir. Eg er að vonast eftir Guð-
mundi Hagalín með því. Hann á að fara með mér langferð um Hornstrandir.
Bara eg fái nú ekki hjartaslag eða botnlangabólgu! í nótt dreymdi mig mann
að nafni Ástarí. Hann var húsgagnasmiður í Ukraníu. Við vorum saman. Eg
held, að þessi draumur verði fyrir komu Hagalíns. En Vilmundur segir, að
þetta sé sóðalegur kynferðisdraumur, sambland af ást og lóðaríi! Þetta kem-
ur að vissu leyti vel heim við sálarástand mitt.
í fyrrinótt dreymdi mig fjölda hænsna, sem komu fljúgandi í fangið á
mér upp úr djúpri steinþró. Einn haninn réðst á mig með helvítis grimd og
beit mig og reif. Eg er ekkert ofurmenni í áflogum, og eg hélt, að svinið
ætlaði að gera þarna út af við mig. En séra Magnús Helgason komst þá í
að hjarga mér úr klóm þessa otureyga illfyglis. Draum þennan sagði eg yfir
borðum daginn eftir. Eg var hræddur við hann. Eg hélt, að hann boðaði
mér veikindi eða dauða (Mag/uis=latneska orðið magnus, sem þýðir mikill,
máttugur; Ilelgi gæti táknað hel, dauða; Magnús Helgason gæti því þýtt:
,sonur hins máttuga hels’=dauðans engill). En draumsaga þessi varð mér til
lítils sóma. Hjónunum kom saman um, að þetta væri nakinn kynferðisdraum-
ur. Ráðning þeirra er svona: hænsni = fugl = tittlingur = lókur eða sníp-
ur, á Suðursveitar-máli. Þessi vísindi líkjast kyrkjuháspeki miðaldanna eða
því, sem forfeður vorir kölluðu að „yrkja of ljóst“, sbr. „Fór eg eitt sinn á
fiskum víða“ (fiskum = ýsum = ísum; fara á fiskum = ganga á ísum). Sjá
Gátur, þulur og skemtanir Ólafs Davíðssonar.
8