Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 91
Af palestínskum sjónarhól
inga á okkar tímum, að boðskapur hans, Zionisminn, eigi eftir að verða Gyð-
ingum og Gyðingdómnum dýrkeyptari en flest annað.
Það Gyðingavandamál sem Zionisminn átti að leysa, á sér félagslegar or-
sakir, pólitískar og efnahagslegar, sem honum sást yfir. Líftaug Ísraelsríkis
er hernaðar- og fj árhagsaðstoð sú, sem þeir hljóta frá Gyðingum í Vestur-
Evrópu og þó einkum í Bandaríkjunum, og þessa aðstoð hljóta þeir eingöngu
fyrir það, að þeim er ógnað - ógnað enn í dag, þrátt fyrir þá lausn sem Zion-
isminn bauð upp á með stofnun ríkisins. Um leið og eitthvað dregur úr
styrj aldarhættu í Palestínu, minnka fjárframlögin frá USA, og um leið
versna lífskjörin í ísrael og fólk tekur að flytjast þaðan burt, eins og glögg-
lega kom í ljós 1966. Það er því skelfileg staðreynd, að forsendan fyrir til-
veru Israelsríkis skuli byggjast á þeim aðstæðum, sem ríkisstofnunin átti
að afmá.
Sérstaða Gyðingsins meðal þjóða heims allt frá dögum þeirra Ahasverusar
persneska og Mordekais byggist ekki eingöngu á trú hans, heldur kemur þar
fleira til, sem ef til vill hefur reynzt þyngra á metum stundum en trúmálin.
Ég á hér við þá atvinnugrein, sem Gyðingurinn hefur stundað og oft ein-
skorðað sig við um aldir. í þeim þjóðfélögum heims, þar sem Gyðingar hafa
setzt að, hafa þeir fengizt við verzlun og kaupskap og peningaviðskipti -
allir þekkja mynd Gyðingsins sem okurkarls. Þeir Gyðingar er settust að í
dreifingunni eða diaspóra, sem svo er nefnd, það er utan Palestínu, hvort
heldur var fyrir eða eftir eyðingu Jerúsalem árið 70, fluttu með sér verkkunn-
áttu og viðskiptahætti eldra og þróaðra menningarþjóðfélags og náðu oft
tökxnn á auðmagni þeirra þjóða þar sem þeir settust að sem víxlarar og
kaupmenn. Þeir urðu oft handgengnir konungum og soldánum og margir
höfðu náin tengsl við páfa miðaldakirkjunnar. Nathan Weinstock segir í bók
sinni: Zionisminn, óvinur ísraels: „Gyðingar eru gleggst dæmi þess, er þjóð-
arbrot, sem tekur að sér visst þjóðfélagslegt hlutverk með annarri þjóð,
varðveitir séreinkenni sín án þess að aðlagast þeim, sem þeir búa á meðal.“
Hliðstæð dæmi má finna úr okkar samtíð, þar sem eru sígaunar, armenar,
kínverskir kaupmenn í Suðaustur-Asíu, múhameðskir kaupmenn í kínversk-
um borgum og indverskir víxlarar í Burma. - Vegna sambærilegrar sérstöðu
sinnar, efnahagslegrar og þjóðfélagslegrar, tengdust Gyðingar þróun Evrópu-
menningar snemma á öldum. Þær trúarofsóknir, sem Gyðingar verða fyrir
víðsvegar um Evrópu á miðöldum, eru raunverulega sprottnar af öðrum sök-
um og eiga sér jarðneskari rætur. Hin evrópska kaupmannastétt er að vaxa
úr grasi á 11. öld og ógnar brátt veldi Gyðinga á þessu sviði. Leið því ekki
6 TMM
81