Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 11
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR • 34. ÁRG. 1973 • 1. HEFTI • MAÍ
Þórbergur Þórðarson
Bréf
í
Reykjavík, 8. október, 1923.
Kæri vin!
Nú er eymd mín óútmálanleg. Þetta bak við eyraS á mér virSist aS visu
vera hætt aS vaxa. En nú er annaS því verra komiS á döfina. Eg er hrokk-
inn 11 ár aftur í liSna tíS. Þá komst eymd mín hæst. Nú er hún komin á
sama stig. Alt mitt yoga-strit, öll mín blóSuga barátta gegn holdi og blóSi,
öll mín höndlun á heilögum anda, alt mitt rósemisj afnvægi, - sjá, alt þetta
er hruniS í rústir. Yfir mér hvílir glórulaust myrkur, botnlaus örvænting,
óstjórnleg æsing og andlegt lystarleysi. Mér leiSist alt. Kenslan treSur mig
eins og mara. Heimsæki eg kunningja mína, sem áSur voru mér uppspretta
alls unaSar, er mér samvist viS þá þjáning. Eg get varla litiS í bók, ekki
étiS mat minn án khgju, ekki tekiS í nefiS án þess aS fyllast viSbjóSi. Asta-
mál veita mér enga gleSi lengur. Og verSi mér þaS á aS reka hausinn inn í
mitt eigiS eymdarhreysi, fyllist eg hrolli og skelfingu. Jafnvel æSra massasi
intereserar mig ekki lengur. Mér finst alt auSvirSilegt, lítilmótlegt og tíkar-
legt. Eg get tekiS undir meS frelsaranum: „Mitt ríki er ekki af þessum
heimi.“ ÞaS út af fyrir sig er gott og blessaS. Hitt er öllu lakara, aS ríki mitt
er ekki heldur af öSrum heimi. Eg er eins og Oddur Gíslason, sem hvergi
á kosningarrétt. Eg á hvergi höfSi mínu aS aS halla, hvorki á himni né jörSu.
Eg reika lengst um einn út um holt og mela eins og fordæmd sál. HvaS bíSur
mín? AnnaShvort dregst eg upp og dey eSa endurfæSist til nýs lífs eins og
Páll postuli.
Mér hnykti viS, er eg kom í þessa bæjarómynd. Hér er alt í dauSa og
djöfli. Hér vantar alt andlegt líf, alla concentration. LýSurinn eigrar um í
dýrslegu meiningarleysi eins og dreifS sauSahjörS, sem engan hefir hirSinn.
MáttleysiS, skipulagsleysiS og fáfræSin hangir utan á þessum veslings-
1