Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 12
Tímarit Máls og menningar
mannrolum. Það er stórhátíð fyrir mig, vesælan mann, að sjá eitt og eitt
energiskt andlit, sem ljómar af trú á mátt hinnar frjálsu samkeppni. Stjórn-
málaáhugi er hér rnjög daufur og fundarhöld ómerkileg. Foringjarnir eru
lággáfaðir, áhugalitlir, fávísir og málstirðir. Þessir þrír í verkamanna-
flokknum, sem eitthvað vita, eru mest fyrirlitnir utan flokks og innan.
Bendi maður hinum á fákunnáttu þeirra, hreykja þeir sér í þoku hins hreiða
overbliks og segja, að maður hafi ekkert vit á stjórnmálum.
Þá er þó ástandið skárra hjá ykkur. Eg er vanur að lýsa þér þannig, að
þú sért andleg rafmagnsstöð, sem öll poletísk orka Isafjarðar geisli út frá.
Og svo innileg sannfæring fylgir orðum mínum, að fólk er jafnvel farið að
trúa þessu. - Ólafur er eini ræðumaðurinn hér, sem talist getur sæmilega
máli farinn, enda sómir hann sér vel í ræðustól. Hann les aldrei af blöðum, en
talar frá hjartanu. Hann fór svo illa með Jakob greyið Múller á fundi um
daginn, að jafnvel Upton Sinclair mætti þykjast mikill af. Nú er Ólafur í
Vestmannaeyjum. Það er alment viðkvæði andstæðinganna, að Ólafur sé
eini j afnaðarmaðurinn, sem meini það, sem hann segi. Hitt séu alt saman-
valdir hræsnarar. En þessu lofi um Ólaf fylgir þó sá böggull, að hann sé
fanatískur idealisti og geggjaður. Á þetta víst að vega salt móti sannfær-
ingunni, svo að útkoman verður núll.
Margir telja líklegt, að Felix skinnið verði kosinn. Hann hefir verið að
hugsa upp á dóttur Jóns á löppinni. Mælt er, að hennar vegna hafi hann
boðið sig fram til þings.
Hjá Hallbirni rottar sig saman á kvöldin poletískt hringkríli. Eg hefi
komið þar mörg kvöld, en aldrei heyrt talað eitt orð af viti. Þar ræða menn
um stjórnmál eins og gamalt fólk talaði um norðvestan rokin í Suðursveit,
þegar þakið ætlaði af baðstofunni og alt lék á reiðiskjálfi. Yfir samkundunni
er hálfhljóður dularblær, líkt og vindinum, sem enginn veit hvaðan kemur né
hvert fer. Við og við slær þessari alkunnu, idiolísku þögn á hringinn. Þá
pata eg út hendinni og hrópa: „Sko, sko, sko,“ og svo tekur enginn mark
á mér í otjórnmálum. Kona Hallbjarnar heldur sér fyrir utan þessar studíur.
Hún er fyrir löngu búin að segja alt, sem lienni getur nokkumtíma dottið í
hug að segja um stjórnmál. Hún knipplar bara.
Sigurjón Jónsson æfintýraskáld er tíður gestur í liringnum. Hann er
jafnaðarmaður, en er orðinn svo sljór af neftóbaksnautn, að hann getur
ekki tekið þátt í umræðunum. Hann mókir eins og köttur eftir kjötát. Nú er
Sigurjón að búa tvö æfinlýri undir prentun. Þau eiga að vera með myndum.
Kjarval hefir teiknað myndirnar. Ein þeirra heitir Konungur íslands eða
X
2