Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 58
Tímarit Máls og menningar
Tjörn á Vatnsnesi er geysi-fagurt býli á að sjá. Þar situr presturinn. Við
báðum honum og jörðinni hans allra heilla og rúlluðum áfram.
Síðan leið ekki á löngu þar til við komum að Hindisvík, - fegursta stað
nessins. í þeirri vík hokrar uppgjafaklerkurinn og skáldið, séra Sigurður
Norland. - Hann er þjóðfrægur, einkum fyrir þær sakir, að þar má enga
skepnu deyða nema kannski rottu, ef hún er til. - Hann lifir hér í rauðu
húsi og litlu eins og múnkur með náttúrulausri konu og gamalli og dálítið
kýttri. - Við komum ekki þangað heim í þetta sinn, en stöldruðum við uppi
á klettagötunni og horfðum hugfangnir niður á setrið. - Víkin var morandi
af lífi. - Þegar aðrir bændur hér á nesinu keppast við að drepa fugl og kóp,
þá gengur þetta harn guðs niður í flæðarmálið, tekur ofan harðkúluhattinn
og býður allri skepnu góðan dag í Jesú nafni. - Og, segir hann við selinn,
reyniði nú að hafa gott af grásleppunni aumingjarnir ykkar. - Grásleppan er
nefnilega í vitund hans, einskonar gras í haga handa skepnum. - Og hann
veifar til æðarfuglsins og kríimnar og undrast stórum hve fallega er synt
og flogið.
Svo mikill galdramaður í skáldskapnum er þessi heilagi prestur, að hann
leikur sér að hinu flóknasta rími eins og harn að skeljum:
Flogum brennur Hekla há,
haga græður kvíða,
logum rennur, ekla á
aga ræður víða.
Hér er seinni hluti vísu endurtekning fyrri hlutans, með því fororði þó,
að fyrsti stafur hvers orðs sé felldur niður. - Þetta kalla ég hvítagaldur.
Séra Sigurður er að vísu ekki eini íslendingurinn, sem leikið hefur sér að
færa útlent mál í ferskeytlu, en fáum held ég hafi tekizt það af meiri hagleik
en honum. - Hér bregður hann á glens við enskuna:
Long ago a song I sang.
Sing it low within my ring.
Strong a blow. A hell they rang.
Bring my poem for the King.
Og guð blessi svo þenna son sinn með fagurt skeggið brúnt og hjartað
hreint og göfugt.
Og við héldum áfram út nesið. - Skamml í hurtu er önnur vík. Þar húa
X
48