Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 35
Tímabil tötraborgaranna
manna erlendis, jafnvel þeir, sem fara héðan hvað heittrúaðastir á „sjálf-
stæðisstefnuna“ turnast fljótlega til andstöðu við „hugsjónir“ flokksins þeg-
ar þeir kynnast nokkurnveginn siðaðri blaðamennsku erlendis og skár siðaðri
borgarastétt. Borgarastétt sem réttlætir ekki tilveru sína með því sem að réttu
heitir þýlund við erlenda hagsmuni og hefur skárri leiðbeinendur í andlegum
efnum en Morgunblaðið og Time, en það síðarnefnda er nokkuð lesið
af þeim, sem bezt vit þykjast hafa á stjórnmálum innlendum og erlend-
um.
Það er ömurleg staðreynd, að svo virðist sem íslenzkir stj ómmálamenn
hafi einkum aflað sér upplýsinga um alþjóðamál í Time á tólf ára tímabili
„viðreisnarinnar“, því var náttúrlega ekki að búast við merkilegum ályktun-
um, raunsæi eða víðsýni frá slíkum, ekki sízt þegar heimanfylgj an var oft
heimóttarháttur og forpokun.
Þrátt fyrir alla menningarviðleitni Sjálfstæðisflokksins og útihúa hans er
árangur þeirra skálda og rithöfunda, sem gerzt hafa málaliðar í menningar-
baráttu flokksins harla rýr. Sumir þeirra hafa gengið svo langt í þjónustu
sinni við húsbændur íslenzkra tötraborgara að yrkja einhverskonar afsökun-
arkvæði um frægan bandarískan fjöldamorðingja, sem stundaði vinnu í Víet-
nam, aðrir yrkja lofkvæði um hernám Breta hér á landi og afleiðingar þess
eða poppsálma, sem „jesúdýrin“ fá að hljóða með leyfi þeirra klerka, sem
gera minnstan greinarmun á „sj álfstæðisstefnunni“ og réttri kristilegri kenn-
ingu, en hún hlýtur alltaf að stangast algjörlega á við gróðahugsjón og
frumskógamóral „sj álfstæðisstefnunnar“.
Margir þjónar íslenzku þjóðkirkjunnar virðast álíta að „Sj álfstæðisflokk-
urinn“ sé stoð og stytta kirkjunnar og Morgunblaðið helzti málsvarinn, en
sá stuðningur nær til þess að styðj a kristindóm og kirkj u svo lengi, sem hann
og hún verða ekki ásteytingarsteinn gróðahyggju flokksins. Samkvæmt kenn-
ingum Sj álfstæðisflokksins, ber kirkjimni að vera þjónusta hans, og sem slík,
á hún að slæva og útfletja kristilegar kenningar og sætta Guð og Mammon,
það er kristindómur Billy Grahams, sem Morgunblaðið flytur landsmönnum.
Það er hæfileg kristni fyrir tötraborgarana og er þeim enginn fjötur um fót
í sinni iðju. Meðan íslenzka þjóðkirkjan hallar sér að og leitar stuðnings
hjá Sjálfstæðisflokknum þá fjarar stöðugt áhrifamáttur hennar og er illt
til þess að vita ef elzta stofnun þjóðarinnar verður einhverskonar útibú þess
tötralýðs. Ýms merki benda því miður til þessa og þess einnig að áhrif stöðl-
unar smáborgaranna gæti talsvert meðal klerkdómsins. Þetta kom átakanlega
í ljós nú um jólin s. 1. Meðan sprengju- og eiturregn Bandaríkjamanna dundi
25