Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 109
lbsen í engilsaxnesku Ijósi
sá, að hafi áhorfandi farið úr yfirhöfninni í fatageymslu leikhúss, hlýtur
liann jafnframt að vita, að um stund er hann að yfirgefa heim hversdags-
leikans og gefa sig á vald öðrum veruleika. En þannig fer áhorfendum Ibsens
sjaldan í raun og veru, heldur verður þeim langoftast að taka allt það er
fram fer á leiksviðinu í fyllstu alvöru hversdagsleikans. Og skyldi henni því
ekki farnast fremur illa um síðir þessari dýrkun á Ibsen sem eins konar siða-
postula og kenningarboðanda. Er hann ekki fyrst og fremst - og síðast en
ekki sízt leikritaskáld - og listamaður!
Veilan í röksemdafærslunni hjá Tennant er alltof rík áherzla, sem hann
leggur á mörkin milli „lífs og listar“. Eða væri yfirleitt unnt að verða fyrir
áhrifum, reynslu í leikhúsi, ef menn skildu algerlega við sitt eigið sjálf ásamt
yfirhöfninni í fatageymslunni, áður en þeir taka sér sæti á áhorfendabekk?
Eigi að síður er ritskýring af þessu tæi glöggt vitni um „sótthreinsunarmeð-
ferðina“ á raunsæi Ibsenskra leikrita, eins og henni hefur beitt verið á vorri
öld af bókmenntafræðingum og öðrum áhugamönnum um leikhús. Að visu
verður naumast sagt, að í þessu felist bein lítilsvirðing gagnvart höfundinum.
Leikritahöfundurinn heldur velli, þar sem honum var ætlað að standa — stend-
ur á eigin fótum. Menn mættu þá ef til vill og að vissu marki vera þakklátir
fyrir svona hreinsunar-herferðir, jafnvel þótt framkvæmdar séu með full-
sterkri „lút“. Því að eftir hina atkvæðamiklu og jafnframt naglarlegu rann-
sókn Tennants, stendur heilmikið eftir, þar sem Ibsen er. Þar á meðal hæfi-
leiki stórskáldsins til að skapa tálvon - glapsýn - blekkingu; eftir stendm'
hans eigið „make-believe“, hans tæknilega aðferð. Og andspænis öllu þessu
verður Tennant að taka ofan fyrir meistaranum.
Aðferð Ibsens við sköpun leikrits hefur að vísu oft fyrr verið tekin til
meðferðar af bókmenntafræðingum, ekki hvað sízt sú svokallaða skriftlærða
aðferð, beiting leikbragða og sú hin „retróspektíva“. Hér gengur þó Tenn-
ant rækilegar til verks en nokkur fyrirrennara hans. Sem skilgetið bai'n sinn-
ar samtíðar notfærir hann sér hagfræðitöflur eða skýrslur. Þetta gefur rann-
sókn hans yfirvarp, öllu heldur yfirskin þess rannsakanda, sem heldur sig
við kjarnann. Auðvitað kann að vera nokkurs vert að fylgjast með kúrfum
hans og grafískri framsetningu á hvimleiðri og yfirþyrmandi tíðni einræðna
og utanveltusetninga auk hvíslinga á leiksviðinu. Framar öllu sýnir þó með-
höndlun textans hjá Tennant, að þannig lagaðri aðferð má heita með viss-
um árangri við torvelt rannsóknarefni, sem skáldskapur löngum er. En að
líkindum er það rétt athugað hjá Tennant, að tæknilegir yfirburðir Ibsens,
sem hann raunar viðurkennir, eru fólgnir í sívaxandi einbeitingu við samn-
99