Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 20
Tímarit Máls og menningar
Ánamaðkar inn um palla
ungum bömum granda.
En Guð' er uppi á Gleiðarhjalla
í gríðarlegum vanda.
I morgun komu stelpurnar litlu inn dauÖhræddar og hágrátandi. Þær
höfðu þá sögu að segja, að Gleiðarhjalli ætti að hrynja yfir bæinn í dag.
Anna Ólafs hafði sagt þeim það, „og hún má ekki ljúga í lítil börn.“ Eina
ráðið til að komast undan grjótfluginu væri að standa úti hjá húsi frú Maríu
í allan dag. Stelpurnar voru alveg óhuggandi. Þær voru svo sannfærðar um,
að Gleiðarhjalli steindræpi hvert mannsbarn, sem ekki stæði úti hjá húsi
frú Maríu. Þær þutu út aftur að vörmu spori með lífið í lúkunum. I allan
dag hafa þær staðið úti hjá húsi frú Maríu og beðið þess með skelfingu, að
Gleiðarhjalli hryndi þá og þegar yfir bæinn. I kvöld komu þær heim þreyttar
og armæddar. Eg gat rekið úr þeim allan beyg við Gleiðarhj alla með þessum
einföldu huggunarorðum: „Þegar Þórbergur fer burt úr Silfurgötu 7, hrynur
Gleiðarhjalli yfir ísafjörð.“ „Þú verður að vera hér alt af,“ báðu þær grát-
andi. Svona hafa allir tillrú til mín.
Hér er hver dagur eins og reykelsisilmur og blómaangan. Klukkan hálf-
elfefu á hverjum morgni vakna eg og hugsa 5 mínútur um velferð mann-
kynsins. Síðan les eg eða tek á móti inspirationum til kl. 11. Þá klæði eg mig,
þvæ mér og hefi æðra massasi. Að því loknu geng eg úti í 15 mínútur. Kl.
12 ét eg. Þá skrifa eg og tala við vinnukonuna til kl. 3. Þá drekk eg soðið
vatn og ét brauð með. Skrifa síðan til kl. 4. Þá geng eg úti í 35 mínútur, fer
í sjó, tek líkamsæfingar og höfuðnudd. Eg ætla að láta klippa mig á morgun.
Síðan skrifa eg til kl. 7. Þá ét eg. Eftir það geng eg úti 15 mínútur. Á kvöld-
in les eg eða skrifa eða frílysta mig. Þegar gestir eru, les eg upp úr ritum
mínum eða hermi eftir. Þá eru og sagðar sögur. Skemtilegt? Ja, satans aare
skemteligt. Nú hefi eg endurbætt stórum jólaræðu sr. Bjarna. Ritdómararnir
mundu segja, að nú sé hún heilsteypt listaverk. Um tólfleytið þjóna eg hjón-
unum til sængur og svæfi þau með háspekilegu svindilbraski. Síðan hátta eg
og bið í 5 mínútur fyrir velferð mannkynsins. Þá slengi eg höfðinu á kodd-
ann og les til kl. 2. Þá fer eg nú að reyna að sofna og læt hugann hvarfla yfir
fjarlægar borgir og lönd, unz svefninn flytur mig í enn æðri heima. Þrisvar
vakna eg, seilist undir rúmið og pissa í koppinn minn. Hann er blágrár með
handarlialdi. Eftir það þukla eg á mér hátt og lágt, til þess að vita, hvort
ekki séu neins staðar farin að vaxa út úr mér æxli. (Hvað er þetta? Hnútur
10