Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Page 31
Tímabil tötraborgaranna rugl, sem birzt hefur í blaði hér á landi og er nokkur von til, því að blað mannsins, Morgunblaðið, virðist oft og tíðum ganga svo langt í þjónkun við bandaríska utanríkisstefnu að jafnvel einföldum Bandaríkj amönnum hlýtur að slá fyrir brjóst. Meðan öll blöð, bæði vinstri og hægri, alls staðar í Vestur- Evrópu og einnig New York Times, fordæmdu aðgerðir Bandaríkjamanna í Víetnam nú um jólin s. 1. þá minntist þetta blað varla á atburðina, eða faldi villandi frásagnir sínar sem bezt. Á hvaða stigi er borgarastétt, sem á slíkan málsvara? Utanríkisstefna íslendinga frá 1959-1971 var mótuð af Sjálfstæð- isflokknum og er það eitt ömurlegasta tímabil í sögu utanríkismála íslend- inga. Algjör þjónkun við bandaríska hagsmuni í smáu og stóru, bæði innan- lands og utan. Tekið var að telja ísland eitt af leppríkjum Bandaríkj anna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og undirlægjuhátturinn og eymingjskapurinn var slíkur, að fiflalegan mátti kalla. ísland skar sig frá öðrum Norðurlöndum i afstöðunni til inntöku Kína, til Grikklands, til Víetnams, til kynþáttadeilna og nýlendukúgimar. Tötraborgaramarkið leyndi sér ekki. Stefna flokksins í innanlandsmálum markaðist af þjónkun við erlenda aðila og þá hagsmuna- hópa innlenda, sem hugðust græða á þeirri þjónkun. Unnið var að því að erlendir auðhringar reistu hér iðjuver í tengslum við virkjanir íslenzkra fall- vatna og skyldi orkan seld sem ódýrast, en landsmenn látnir borga hallann, sem yrði á sölunni. Reynt var að lækka vinnulaun sem mest, til hags erlend- um aðilum og jafnframt var fiskiskipaflotinn látinn drabbast niður af ráðn- um hug, því að hér skyldu rísa iðj uverastassj ónir og allt vinnuafl nýtt í þeirra þágu. Flokkurinn stóð að landráðasamningi um landhelgismálið 1961, sem hefur verið eini trafalinn til almennrar viðurkenningar á útfærslu landhelg- innar nú. Nú þegar Sj álfstæðisflokkurinn er í stjómarandstöðu, hefur hann uppi sömu tilburði í utanríkismálum, reynir að hamla gegn sjálfstæðri utanríkis- stefnu og hefur uppi úrtölutilburði í landhelgismálinu, bæði beint og óbeint og í þessum málum kemur honum í góðar þarfir sá hluti íslenzkrar borgara- stéttar, sem hefur staðlazt í klúbbunum og forheimskazt af áróðursþvættingi Morgunblaðsins. Það verður ömurleg útkoma þegar þetta fer saman, andlegt uppeldi í Heimdalli, gagnrýnislaus lestur leiðara og stjórnmálaskrifa Morg- unblaðsins, smáborgarastöðlun klúbbanna og innræting bandarískra hags- muna. Það er likast því sem Sj álfstæðisflokkurinn sé nokkurs konar selstöðu- flokkur bandarískrar heimsvaldastefnu. Innrætingin hefur tekizt svo vel að forustumenn flokksins hafa gleymt því, að ísland er sjálfstætt ríki. Stjóm- málastefna flokksins er öll í þá veru. Þetta er meira en lítið furðulegt, því 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.