Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Síða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Síða 23
Bréf aði, svo að allir vöknuðu í húsinu: „Heivreka, heivreka!“ Það er útlagt: Eg hefi fundið, eg hefi fundið! Svo hrópaði og Arkimedes forðum, er hann fann lögmálið um þyngd fastra hluta í vatni. Hann var þá í baði. Eg var að pissa í grábláa koppinn minn, er sending drottins var rétt inn til mín. Um morguninn færði eg hana í letur. Þá leit hún svona út: Það var morgunn hins efsta dags. Eg kom nakinn fyrir dómstól drottins allsherjar, Iaut honum og sagði: „Dýrð sé Guði föður, Syni og Heilögum anda! “ - Og umhverfis hásæti hans slóðu skínandi hersveitir, er sungu Guði hósíanna. Drottinn allsherjar leit til mín, opnaði lífsins bók og sagði: „Þú hefir syndgað, sonur minn. Syndir þínar verða þér ekki fyrirgefnar.“ „Vissulega hefi eg syndgað,“ svaraði eg. „Fyrir því ber mér vist í riki þínu.“ En Drottinn dómsins sagði: „Eg sendi þig til Heljar. Til Heljar dæmi eg þig fyrir afbrot þín á jörðinni.“ Og hann benti mér í myrkrið fyrir utan, en þaðan heyrðist grátur og gnístran tanna. Og eg ávarpaði Drottinn spekinnar og sagði: „Þú hefir talað svo fyrir munn postula þinna: „í vöggugjöf fekstu tvær náttúrur, góða og vonda.“ Hin góða náttúra mín var verk þinna handa, og hún framdi aldrei neina synd á jörðinni. Hin illa náttúra var frá Hinum vonda, og hún drýgði allar syndir mínar meðal mannanna. Sjálfur er eg ekkert annað en þessi andstæðu eðli. Eg veit, að þú ert réttlátur dómari. Ef þú dæmir mig til Heljar, líður hin góða náttúra min fyrir syndir, sem hún átti enga hlutdeild í. Og hin vonda náttúra, sem var orsök synda minna, nýtur þar friðar og fagnaðar, því að í Helju á hún ætt og óðul. En með englum og útvöldum hlýtur hún verðuga refsingu, því að meðal heilagra í ríki himnanna er víti hins vonda. Sjá! Fyrir því her mér vist í ríki þínu.“ Og Drottinn réttlætisins hneigði sig og sagði: „Satt segir þú, sonur minn. Þetta hefir mér aldrei dottið í hug áður. Gakk inn í fögnuð herra þíns.“ Og það varð þögn umhverfis hásæti Drottins allsherjar. En hann mælti til hinna skínandi hersveita: „Vér breytum skipulaginu.“ Og það varð bylting í ríki útvaldra. Svona skrifa að eins þeir, sem guðirnir hafa útvalið lil að boða mannkyni mátt orðsins. Það er elcki að eins formið, sem er yfirnáttúrlega smellið, heldur kaffærir efni þessarar litlu sögu gervalla klerkaspekina gömlu um guð 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.