Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 28
Tímarit Máls og menningar tískan hátt, lifandi lýsingar hans á persónum og ólgandi bardögum, ögr- andi hugprýði þess sem óbifaður stóð frammi fyrir hættulegum mis- gjörðum, ofurefli eða aðsteðjandi dauða sínum. I rauninni fann hann á hverri blaðsíðu enduróm af sínu eigin stórbrotna skapferli sem var sér- lega andsnúið hvers kyns ágangi á náttúrlegan rétt og réttmætt frelsi einstaklingsins, og þó sérstaklega hvers konar andstöðu við sannindi sem honum þótti sjálfgefin."8 Samkvæmt þessu urðu Islendingasögurnar til þess að styrkja trú hans á eigin dómgreind og ýttu jafnvel undir það að hann fór að berjast fyrir réttlætishugsjónum sínum þótt hann þyrfti að leggja mikið í sölurnar. E.P. Thompson tekur í sama streng þegar hann segir að frá Islandi hafi Morris fengið „andblæ hugrekkis og vonar, sem var forboði þess að hann fór að taka þátt í pólitísku starfi síðar á áttunda áratugnum.“9 Skilningur Morris á þjóðveldinu er sambærilegur við skrif hans um forn- germönsk samfélög eins og hann kynntist þeim í Völsungasögu og víðar. Eitt merkilegasta einkenni þeirra þykir Morris að þar ákvarðast samskipti fólks ekki af eignatengslum og löggjöf heldur almenningsálitinu.10 Ein- hverju sem í dag myndi vera nefnt grasrótarlýðræði. Og það er eftirtektar- vert að margt í lýsingu Morris á sósíalíska framtíðarþjóðfélaginu í bók hans, News from Nowhere sem út kom 1890, minnir á þjóðveldið. Þó er nauðsynlegt að taka fram að þetta var hans mynd af þjóðveldinu og hún er að mörgu leyti frábrugðin þeirri mynd sem nútímasagnfræði gefur af þessu tímabili. Meginatriðið er að Morris gerir lítið úr áhrifum ríkisvalds og opinbers réttarkerfis í þjóðveldinu og leggur áherslu á að íbúar ráði sínum málum sjálfir á sérstökum þingum. I News from Nowhere eru slík þing nefnd Mote.” Morris getur þess ennfremur í fyrirlestri um íslenskar fornbókmenntir að í þjóðveldinu hafi líkamleg vinna verið mikils metin. Hinar fornu hetjur gátu sér gott orð, jafnt fyrir vopnasmíði sem vopnfimi og stórmennin tóku þátt í bústörfum líkt og í Hómerskviðum.12 Þá nefnir hann að staða kvenna hafi verið góð, tiltölulega mikið jafnræði með hjónum og mörg dæmi þess að konur skilji við menn sína vegna þess að þeim sé á einhvern hátt mis- boðið. Allt kemur þetta vel heim og saman við News from Nowhere þar sem Morris ræðst m.a. á hið útbreidda viðhorf á 19. öld að öll vinna sé áþján. I framtíðarríki Morris er vinna aðallega tæknilega frumstætt hand- verk sem borin er virðing fyrir og þykir skemmtileg, enda gengið út frá því að hamingja sé óhugsandi án skemmtilegrar daglegrar vinnu. Þannig birtist gullöld sú sem Morris sá í Islandi hinu forna á margan hátt aftur í framtíð- arsýn hans. Carole Silver bendir á að fólkið í Nowhere sé í raun afkomend- ur Islendinga á þjóðveldisöld í menningarlegum og sálfræðilegum skilningi, 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.