Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 40
Tímarit Máls og menningar
Edda reyndi að hugga sig við þetta, en hjá því varð ekki komist að
oft hlaut að setja að henni tómleika þegar hún var ein.
Það urðu því mikil viðbrigði fyrir hana þegar viðskipti hófust við
sælgætisgerðina Freistingu h/f og Ormur sölumaður þeirra fór að
venja komur sínar í sjoppuna. Hann var af allt öðru sauðahúsi en
hinir sölumennirnir, ungur og hress, og ekki var það verra að hann
var óvenju glæsilegur maður. Aðalsteini var strax lítið um hann gef-
ið, fannst hann dálítið ánægður með sig, en reyndar þurfti hann ekki
að hafa mikil afskipti af honum, því einhvern veginn fór það svo, að
Ormur virtist hafa eitthvert lag á að koma aldrei með vörur nema
þegar Aðalsteinn var ekki við. Jafnvel mátti láta sér detta í hug að
hann legði sig eftir að hitta Eddu eina. Og hún kunni vel við hann,
bauð honum gjarna inn fyrir upp á kaffisopa og spjallaði við hann.
Fékk hann til að segja sér hvað væri að gerast í bænum, hverjir
sæjust helst hvar og hvenær og ekki síst með hverjum, en Ormur
virtist óþrjótandi fræðabrunnur á þessu sviði.
Edda minntist einstaka sinnum á Orm við Aðalstein, en hætti því
alveg þegar hún fann að honum mislíkaði. Henni fannst óskynsam-
legt og ástæðulaust að vera að fylla hann tortryggni og afbrýðisemi
út af einhverju sem ekkert var.
En svo var það kvöld eitt þegar Edda var ein á vakt og Aðalsteinn
í langri rjúpnaskyttuleit, að skyndilega var bankað á bakdyrnar.
Hún fór til dyra og úti var þá kominn Ormur, hann sagðist hafa átt
leió fram hjá og hefði dottið í hug að kíkja inn. Eftir þetta fór hann
að koma nokkuð oft á kvöldin, en þó aldrei nema Aðalsteinn væri
ekki við. Svo einkennilegt sem það var þá virtist hann til dæmis
alltaf vita hvenær Hjálparsveitin var á æfingum eða hafði verið köll-
uð út til leitar, jafnvel þótt ekkert hefði verið á það minnst í fjöl-
miðlum.
Þannig leið tíminn, Edda var meira og minna farin að reikna með
heimsóknum Orms bæði í vinnutíma hans og á kvöldin, og var
orðin alveg viss um að hann vildi ekki neitt annað en heiðarlega
vináttu og félagsskap, ekki þurfti alltaf að búa eitthvað annað undir
slíkum vinarhótum karls við konu. Því miður ef til vill? Má vera, en
henni fannst hann allténd ágætur félagi. Reyndar vissi hún ekki
margt um manninn annað en þetta að hann var hjá Freistingu og var
30