Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 130

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 130
Tímarit Máls og menningar að láta almannaróm fleyta atburðarás- inni áfram. Bæði eru tíundaðar slúður- sögur um Húsið og íbúana og svo eru kvaddir til sögunnar nokkrir kallar (Dóri bóki, Nonni á löppinni, Gvendur garri, Marteinn stýri) sem skeggræða saman, mest um tíðina. Peir eru dregnir fáum dráttum af höfundarins hendi, öðlast því fá sérkenni og renna einhvern veginn saman í einn „erki“-kall. Sam- ræður þeirra verða aldrei sérlega leiftr- andi og eru veikustu hlutar sögunnar. Hér eru konurnar sterkari og þeim er meiri gaumur gefinn í sögunni. Það eru þær sem rísa gegn boðum og bjóða al- menningsálitinu birginn. Ungar konur kjósa ástina og borga hana fullu verði, hinar eldri taka öllu af skynsemi og því umburðarlyndi sem árin hafa kennt. Það hallar heldur á karlana í saman- burðinum. Þeir veita tilfinningum sín- um útrás í drykkjuskap og ofbeldi en okkur er ekki gefin eins mikil innsýn í drauma þeirra og veruleika. Undan- tekning frá þessu er Steini sem ekki get- ur stundað sjóinn sökum sjóveiki en það gerir hann jafnframt utangátta í karlaheiminum. Aðrar karlpersónur eru á hinn bóginn utangátta í sögunni, ég nefni sérstaklega þá Onund prest og Kjartan uppfinningamann. Þeir skjóta upp kollinum, en of stutt til þess að les- anda verði erindi þeirra fullljóst. Séra Önundur hefur týnt guði en Kjartan hyggst skapa sinn eigin guð, tölvuna Karítas. Þeim eru gerð snöggsoðnari skil en svo að sú guðsumræða sem þeim virðist tengjast verði greinargóð. Af íbúum Hússins mæðir mest á dætrum hjónanna Jóns og Þórunnar. Svanhildur, sú eldri, er ógift móðir Gullýjar og Pésa. Kristín er yngri, menntaskólanemi sem stendur frammi fyrir hinu erfiða vali milli ástar og skyldu við sjálfa sig. Á hún að fara suð- ur með Skúla eða norður í skólann? Togstreitan er mikil og stefinu um draum og veruleika er fléttað laglega saman við: . . . Hún ætlar norður. Allt annað væri brjálæði. Hún stendur við borðið í frysti- húsinu og sker úr og hreinsar þorsk- inn umhugsunarlaust, vigtar hann og pakkar og gleymir alveg bónusnum sem þó öllu skiptir til að hún komist aftur norður. I dagsbirtunni veit hún að það væri brjálæði, en dagur henn- ar og nótt eiga ekki lengur samleið, eru orðin stríðandi öfl, partar út tíma sem sífellt rekast á. (40) Þegar líður á söguna fáum við ekki lengur að fylgjast með hugsunum Stínu og vitum því ekki hvað ræður ákvörðun hennar. Svana, systir hennar, hefur fyrir löngu gert upp hug sinn. Steini er von- biðill hennar en er dæmdur til eilífra dagdrauma því Svana elskar annan, Ágúst, tengdason Ásgeirs gamla. Þetta er endurómur af ástarsögu draumkon- unnar: hefðarmaður að sunnan elskar stúlku í plássinu en vond norn (eða eig- inkona!) fer með sigur af hólmi (reynd- ar er sett spurningamerki við sigurinn). Líf Svönu knýr aðrar persónur (Stínu, Gullý, Steina) til viðbragða og umhugs- unar um ástina en viðhorf hennar sjálfr- ar má einvörðungu ráða af samtölum hennar, einkum við Þórunni. Eftir að Ágúst er farinn aftur til eiginkonunnar segir hún: Skilurðu ekki, við elskum hann báð- ar (. . .) En hvorug okkar gaf honum það sem hann vildi. Það var eitthvað 120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.