Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Qupperneq 135
Sigurður kappkostar að dæma ekki
Halldór Laxness með ósanngjörnum
hætti í bók sinni. Halldór var aðeins
einn af ótalmörgum sem létu blekkjast
af Sovétskruminu; en á hinn bóginn var
hann líka forsprakki á þessu sviði og
hefur ábyggilega sannfært marga um
ágæti sovétskipulagsins með mælsku
sinni og ritlist. Tal Sigurðar Hróarsson-
ar um TRU ber nokkur merki þessa
vanda, því Sigurður telur greinilega að
menn eigi ekki að láta TRU ráða stjórn-
málaskoðunum sínum heldur rannsaka
allt sem kyrfilegast og af gagnrýnum
huga. I tali hans um TRU Halldórs felst
þó óneitanlega nokkur ásökun.
Olíklegt virðist að trúhneigð hafi
byrgt Halldóri Laxness sýn þó að hann
hafi látið blekkjast. Hver sem les
Gerska æfintýrið sér að efnahagur
Rússa hefur verið bágur og stjórnarfarið
ólýðræðislegt og það þótt skáldið veg-
sami sovétkerfið.
Haldbesta skýringin á sovétskrifum
Halldórs eftir miðjan fjórða áratuginn
felst í þróun alþjóðastjórnmála. Vel get-
ur hugsast að Halldór hafi jafnvel skilið
að Bucharinréttarhöldin voru ekki full-
næging réttlætis heldur afleiðing
miskunnarlausrar valdabaráttu en að
hann hafi engu að síður talið skyldu
sína að hrakyrða „samsærismennina"
með þeim hætti sem hann gerir í Gerska
æfintýrinu. Það má sem sé vel vera að
hann hafi tekið þessa afstöðu með
kaldri skynsemi og sú TRU sem Sig-
urður tönnlast á hafi þar átt lítinn eða
engan hlut að máli.
Heimildir
Ekki virðist fyllilega ljóst hverjum bók-
in Eina jörð veit ég eystra er ætluð.
Litlu hefur verið kostað til útgáfunnar,
kápan er einföld en lagleg, pappír og
band af ódýrustu gerð; í bókinni eru
engar myndir. Þetta bendir ef til vill til
að bókin sé ætluð þröngum hópi
manna, svo sem nemendum og fræði-
mönnum. Tilvitnanir í enskar bækur
eru hafðar á ensku, sem bendir til hins
sama.
Sé bókin ætluð fræðimönnum hljóta
aðföng höfundar að teljast nokkuð rýr.
Hann byggir aðallega á ritsafni Hall-
dórs, sem öllum er tiltækt og áhuga-
menn gerþekkja. Umfjöllun Sigurðar er
að vísu glöggvandi í mörgum atriðum.
En hann hefði getað aukið gildi bókar-
innar stórum ef hann hefði leitað víðar
fanga en í ritsafninu.
Hér skal nefna tvennt sem Sigurður
hefði að ósekju mátt athuga. Gaman
hefði verið að fá vitneskju um að hvaða
marki I Austurvegi er heimildarit og
hvernig háttað er tengslum milli heim-
ildanna og bókarinnar eins og hún ligg-
ur fyrir. I formála segist Halldór styðj-
ast við rit eftir Lenín, Stalín og Her-
mann Remmele (síðasttalda bókin, Die
Sowjetunion I—II, kom út hjá Univers-
um Búcherei, bókaklúbbi sem Múnzen-
berg átti þátt í að koma á fót og hún var
„opinber“ túlkun þýskra kommúnista á
ástandinu í Austurvegi), og langir kaflar
eru beinar þýðingar. Könnun á því hvað
er heimildaefni og hvað er byggt á eigin
raun hefði kannski nýst í athugun Sig-
urðar og skýrt betur eðli þessa verks,
sem hann gefur einkunnina „rislægsta
bók Halldórs" (70) án frekari skýringa.
I Austurvegi fékk reyndar nokkuð góða
dóma (Sigurður Einarsson, Tíminn 16/9
1933; Árni Hallgrímsson, Iðunn 1934)
þegar hún kom út, en á það er ekki
minnst í bók Sigurðar þótt ræddir séu
dómar um Gerska æfintýrið.
I annan stað má nefna að í vörslu
Landsbókasafnsins eru margvísleg gögn
125