Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Qupperneq 135

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Qupperneq 135
Sigurður kappkostar að dæma ekki Halldór Laxness með ósanngjörnum hætti í bók sinni. Halldór var aðeins einn af ótalmörgum sem létu blekkjast af Sovétskruminu; en á hinn bóginn var hann líka forsprakki á þessu sviði og hefur ábyggilega sannfært marga um ágæti sovétskipulagsins með mælsku sinni og ritlist. Tal Sigurðar Hróarsson- ar um TRU ber nokkur merki þessa vanda, því Sigurður telur greinilega að menn eigi ekki að láta TRU ráða stjórn- málaskoðunum sínum heldur rannsaka allt sem kyrfilegast og af gagnrýnum huga. I tali hans um TRU Halldórs felst þó óneitanlega nokkur ásökun. Olíklegt virðist að trúhneigð hafi byrgt Halldóri Laxness sýn þó að hann hafi látið blekkjast. Hver sem les Gerska æfintýrið sér að efnahagur Rússa hefur verið bágur og stjórnarfarið ólýðræðislegt og það þótt skáldið veg- sami sovétkerfið. Haldbesta skýringin á sovétskrifum Halldórs eftir miðjan fjórða áratuginn felst í þróun alþjóðastjórnmála. Vel get- ur hugsast að Halldór hafi jafnvel skilið að Bucharinréttarhöldin voru ekki full- næging réttlætis heldur afleiðing miskunnarlausrar valdabaráttu en að hann hafi engu að síður talið skyldu sína að hrakyrða „samsærismennina" með þeim hætti sem hann gerir í Gerska æfintýrinu. Það má sem sé vel vera að hann hafi tekið þessa afstöðu með kaldri skynsemi og sú TRU sem Sig- urður tönnlast á hafi þar átt lítinn eða engan hlut að máli. Heimildir Ekki virðist fyllilega ljóst hverjum bók- in Eina jörð veit ég eystra er ætluð. Litlu hefur verið kostað til útgáfunnar, kápan er einföld en lagleg, pappír og band af ódýrustu gerð; í bókinni eru engar myndir. Þetta bendir ef til vill til að bókin sé ætluð þröngum hópi manna, svo sem nemendum og fræði- mönnum. Tilvitnanir í enskar bækur eru hafðar á ensku, sem bendir til hins sama. Sé bókin ætluð fræðimönnum hljóta aðföng höfundar að teljast nokkuð rýr. Hann byggir aðallega á ritsafni Hall- dórs, sem öllum er tiltækt og áhuga- menn gerþekkja. Umfjöllun Sigurðar er að vísu glöggvandi í mörgum atriðum. En hann hefði getað aukið gildi bókar- innar stórum ef hann hefði leitað víðar fanga en í ritsafninu. Hér skal nefna tvennt sem Sigurður hefði að ósekju mátt athuga. Gaman hefði verið að fá vitneskju um að hvaða marki I Austurvegi er heimildarit og hvernig háttað er tengslum milli heim- ildanna og bókarinnar eins og hún ligg- ur fyrir. I formála segist Halldór styðj- ast við rit eftir Lenín, Stalín og Her- mann Remmele (síðasttalda bókin, Die Sowjetunion I—II, kom út hjá Univers- um Búcherei, bókaklúbbi sem Múnzen- berg átti þátt í að koma á fót og hún var „opinber“ túlkun þýskra kommúnista á ástandinu í Austurvegi), og langir kaflar eru beinar þýðingar. Könnun á því hvað er heimildaefni og hvað er byggt á eigin raun hefði kannski nýst í athugun Sig- urðar og skýrt betur eðli þessa verks, sem hann gefur einkunnina „rislægsta bók Halldórs" (70) án frekari skýringa. I Austurvegi fékk reyndar nokkuð góða dóma (Sigurður Einarsson, Tíminn 16/9 1933; Árni Hallgrímsson, Iðunn 1934) þegar hún kom út, en á það er ekki minnst í bók Sigurðar þótt ræddir séu dómar um Gerska æfintýrið. I annan stað má nefna að í vörslu Landsbókasafnsins eru margvísleg gögn 125
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.