Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 85
Dœmd til ad hrekjast
hleypur út til hjálpar og horfir um leið á sig með augum nemendanna í
sjötta bé:
Gluggarnir á stofunni snúa út að Lækjargötu. Hver veit nema þau hafi
verið á glápinu. Já ugglaust. Alda háhæluð á harðaspani í þrönga pilsinu að
hlaupa eftir rauðri blöðru með golftreyjuna flakandi og brúna uppsetta hárið
á niðurleið. Tilvalin Ófelía. (67)
Aðalatriðið í þessari lýsingu og eina hugsun Oldu er hennar eigin mynd:
skórnir, þrönga pilsið, golftreyjan, hárið og hún að taka sig út á hlaupum.
Hér er hún beinlínis komin á svið, persóna í frægu drama, með hóp áhorf-
enda.
Oft gegna slíkar sviðsetningar því hlutverki að vekja athygli á hvað Alda
er sérstök og öðruvísi en aðrar konur. I draumórum sínum um ferðalög
þeirra Antons sviðsetur hún þau á miðju Péturstorginu í Róm:
Svo stormar þú stórglæsilegur yfir Péturstorgið og lítur í allar áttir hvort
það er ekki maður við mann að undrast þessa stórfenglegu konu við hliðina á
þér og þegar einhver blístrar þá gengur þú uppað honum og segir: Og þar-
aðauki talar hún níu tungumál. (95)
Hann talar, hún sýnir sig.
Ahersla Oldu á augnaráðið nálgast algera sjálfspeglun (narkissisma). Þeg-
ar hún hefur ekki augu til að skilgreina sig út frá horfir hún á sig í spegli.
Það gerir hún t.a.m. fyrsta skóladaginn eftir dauða Steindórs, þegar hún
hefur legið uppi í rúmi og drukkið alla helgina:
Augun minni en venjulega og svolítið skásett, en það gefur Öldu mongólsk-
an sjarma. Hún er afskaplega vel til höfð, hvert hár uppsett á sínum stað, í
rauða prjónakjólnum, sem leynir ekki fullkomnum skúlptúr líkamans. Muna
að minna sig á eigið ágæti, ytra sem innra. (25-26)
í frímínútunum þann sama dag dundar hún sér „við málningarstörf á
salerninu", úðar á sig ilmvatni, „hressir aðeins upp á andlitið og penslar
varirnar listilega" (26): „Ég er alveg einsog klippt útúr blaði“ (26). Síðan
gengur hún inn á kennarastofuna, og það bregst ekki að Anton lítur upp
„og bregður við að sjá hina illræmdu ekkju svo glæsilega á brún“ (26).
A þennan hátt sækir hún hvað eftir annað staðfestingu á sjálfri sér í
speglinum. Hún hefur hann til að styðjast við, og hann verður henni jafn-
gildi augnaráðsins:
Það sem hefur nefnilega bjargað mér um dagana er að vita: ég er stórkost-
75