Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 131

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 131
annað, eitthvað sem vantaði, líka hjá mér. Allt í einu sá ég að það var um það sem hann var að hugsa meðan við lögðum báðar hjartað í borð, einhver draumur, eitthvað, ég veit ekki hvað. (. . .) en jafnvel þetta eitt- hvað, þessi draumur sem ég var ekki í, jafnvel hann skipti ekki máli, ekki ef hann hefði bara verið kyrr. (13 6-7) Svana „koðnar ekki í hversdagsleikan- um“ eins og Þórunn segir (138). Hún mun alltaf velja ástina, hún fórnar ekki hrungjörnum draumum fyrir óbifanleg- an en fúlan veruleikann. Þegar ástin á erfitt uppdráttar í harðneskju hvers- dagslífsins er leitað á vit draumanna í trássi við skynsemina, kannski í þeirri von að veggirnir hrynji og veruleikinn geti líka rúmað ríki draumanna. Þó sýn- ist sú nöturlega niðurstaða blasa við af orðum Svönu hér að ofan að hver og einn lifi í eigin draumi og eigi ekki inn- angengt í draum annars manns. Þó kon- umar kjósi drauminn, ástina, geta þær ekki brúað bilið milli sín og karlmann- anna, ástin sameinar ekki heldur nærir hún aðeins drauma einstaklinganna. Eins og hafið er ekki hasarsaga þar sem hver stóratburðurinn rekur annan heldur lítil saga um hversdagslíf og kannski hversdagslega drauma. Og bókin yrði sjálf hversdagsleikanum að bráð er ekki væri ungviðið. I augum Pésa og Gullýjar er veröldin ennþá ný. Þau eru að byrja að komast í kast við veruleikann eins og amma Þórunn orð- ar það og þessi veruleiki getur vafist fyrir manni. I síðasta hluta bókarinnar er hinum brösóttu ástum lýst frá sjónar- hóli Gullýjar og eins og vænta má verð- ur allt henni torskilið. Þetta er ágæt að- ferð því lesandinn stendur eiginlega í sömu sporum. Ástarsaga Svönu er hon- um ekki mikið nákomnari en ævintýri draumkonunnar. Sagan fær því nýja vídd þegar athyglinni er beint að Gullý. Hún reynir að finna samhengi í tilver- unni, sjá samræmi í orðum og gerðum hinna fullorðnu en hvarvetna rekst hún á óstöðugleika þann sem einkennir ást- ina (eins og hafið . . .). Sjálf er Gullý farin að finna fyrir ástinni — undarlegum kippum í maganum en birting hennar í heimi fullorðinna er svo öfugsnúin að ekki er að undra þó hún fái leiða á fyrir- bærinu. En um síðir viðurkennir hún rétt móður sinnar til draumsins/ástar- innar og um leið hefur henni skilist að veruleikinn er ekki eins og hana sjálfa dreymdi - hún lifði semsé líka í draumi: „Það er ekki eins og í bókunum sem hún les þar sem allt endar vel. Það veit Gullý nú, hefur kannski alltaf vitað það, bara ekki viljað viðurkenna það.“ (123) Hún sættist við heiminn í bili og um leið verða allsherjar sættir í bókinni. Húsið á að rífa og samfélag þess leys- ist upp. Ibúarnir hverfa manni út í þorpið (þeir voru kannski aldrei veru- lega utangarðs). Þorpið í íslenskum skáldsögum fagnar hér ekki endurnýjun lífdaganna, innanhúss gengur sagan bet- ur og þó best innanhauss. Það er þegar maður fær að fylgja persónunum í draumum þeirra að maður tekst á loft. Svanhildur Óskarsdóttir FRAMLAG TIL LAXNESSRANNSÓKNA Um þessar mundir virðist nokkur gróska hlaupin í rannsóknir á verkum Halldórs Laxness hérlendis. Arið 1986 komu út tvær bækur á íslensku um 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.