Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 118
Timarit Máls og menningar
einkvæni á Vesturlöndum byggist á leynilegu fjölkvæni. Þess vegna kalla ég
þessa bók stundum Kenningu um fjölkvæm á Vesturlöndum!
F. R.: Eitt af því sem mér fannst athyglisvert við Skugga af lífi var mikil-
vægi símans og sjónvarpsins. Það liggur við að kalla megi samband þeirra
Pierre og Laure fjarskiptasamband . . .
D. S.: Með þessu móti er ég að minna á að samband þeirra er ekki
heilsteypt. Þessi tvö tæki eru tákngervingar þess.
F. R.: Annað atriði sló mig líka. Það er hið algera samræmi milli veður-
farsins og sálarástands persónanna. Hvers vegna?
D. S.: Lesendur hafa oft gaman af því að spá í sjálfsævisöguleg atriði í
skáldsögum. I Skugga af lífi hefur mér verið bent á fjögur atriði sem líka má
finna í öllum mínum bókum. Það fyrsta er samræmið milli veðurs og sálar-
ástands. Ég er sérstaklega næm fyrir veðrabrigðum. Annað atriði er lyktar-
skynið. Lyktin skiptir mig miklu, og ég hugleiði hana oft í bókum mínum. I
þriðja lagi má nefna landslag undir vatni, flóð, fljót og ár. Vatnið er seiðmagn-
að fyrirbrigði. I fjórða lagi eru það svo kettirnir.
F. R.: Átt þú kött?
D. S.: Nei, einmitt ekki eins og er. Og það skapar hreinasta ófremdar-
ástand hjá mér!
F. R.: Orðið „temps“ á frönsku hefur tvær ólíkar merkingar sem þú hefur
nokkuð leikið þér með. Það þýðir í senn „tíminn" og „veðrið“. Hvers vegna
þetta orð?
D. S.: Jú, mér finnst þetta afskaplega skemmtilegt orð. Það er engin
tilviljun að þessar tvær merkingar, tími og veður, skuli búa í sama orðinu.
Þetta eru nátengd hugtök. Hringrás árstíðanna er um leið hluti af tímanum,
hinum línulaga tíma. Þessi tvíeining tímans hefur lengi valdið mér heilabrot-
um. Annars vegar er lífið, línulaga og óafturkallanlegt. Hins vegar er hin
mikla hringrás tímans, það sem Nietzsche kallaði afturkomuna eilífu.
F. R.: Fyrir nokkrum mánuðum skrifaðir þú grein um brasilíska skáldið
Jorge Amado í bókmenntatímaritið La Quinzaine littéraire, og sagðir meðal
annars: „Skáldsagnahöfundur sem einhvern metnað leggur í starf sitt, getur
ekki annað en trúað því að samband sé milli réttrar setningar og umhyggju
fyrir heiminum, að umhyggja fyrir réttri setningu sé umhyggja fyrir heimin-
um.“ Nokkur orð um þessa setningu?
D. S.: Þegar ég segi „getur ekki annað en trúað því“, á ég við að maður
getur ekki sannað þetta samband. Einmitt þetta heldur rithöfundinum gang-
andi og ljær honum kraft til að byrja hundrað og fjórum sinnum á sömu
setningunni. Raunar spurði Proust á sínum tíma: hvernig stendur á því að
maður getur byrjað aftur og aftur á sömu setningunni? Maður leitar og leitar
og skyndilega gengur þetta upp! Hvers vegna? Það er ekki einungis vegna
108