Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 128

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 128
Tímarit Mdls og menningar leitt á fyrirframþekkingu. Dæmi um þetta eru víða. Lesendur þurfa að hafa hugmynd um stíl minningargreina til að meta til fulls athugasemdir afa um minn- ingargreinina sem Heiða les upphátt fyrir hann: Allt má nú skrifa um, hrópaði afi. Hann Auðunn í Ánaseli! Þetta var ómenni og slóði. Gott ef hann var ekki þjófóttur. Dregur ský fyrir sólu! Þó að hann Auðunn í Ánaseli hrökkvi upp af! Fávitar eru þetta! Ætli það verði ekki sól- myrkvi! (Saman, 70) Fyndni Guðrúnar er fólgin í máli og krefst einnig kunnáttu af lesanda og þroska. Ef Abba verður blind af að horfa í sólina þá getur hún „ekkert sjáið" eins og Guðþergur litli bendir á, og er dæmi um barnamál sem stílbragð. Talmál notar hún líka til að greina skemmtilega á milli fólks - og má minna á talsmáta nunnanna útlendu og Jóa pólitís („Paldénú“). Mest áberandi eru ruddalegar ýkjur afa sem yfirleitt er beitt af hófsemi, orðheppni pabba („Hefur þetta verið áhugamál þitt lengi að kyssa Jóku, Arnór?“) og góðlát- leg hæðni ömmu sem hún notar mjög spari: Amma tók kjötbolluna af Hall- dóri og setti hana á borðshornið. Svo tók hún hana upp aftur og lokaði auganu sem lak úr og rýndi í bolluna. Allra augu beindust að kjötbollunni í hendi ömmu. Neð- an á henni hékk væn tyggigúmmí- tugga og óhreinn heftiplástur af síðustu meiðslum Páls. Þetta er meira góðgætið, sagði amma. (Saman, 83) Það er engin tilviljun að nærri öll dæm- in hér fyrir ofan eru úr miðbókinni, Sam- an í hring. Hún er að öllu leyti betur unnin en Sænginni yfir minni, þaulhugs- aðri bók enda efni hennar og söguhetja erfiðari viðfangs. Abba hin er þakklátt söguefni og erfiðast kannski að forðast að hún verði væmin. Annar vandi á höndum höfundi er að bókin um Obbu er lokabindi, þar sem bæði þarf að hafa sérstaka atburðarás og hnýta ýmsa hnúta. Þrátt fyrir góða spretti verður hún ekki eins eftirminnileg og tvær þær fyrri. Af þeim hygg ég að Sitji guðs englar, bókin fyrsta um Heiðu, verið í mestum metum framvegis. Heiða er - þrátt fyrir bjartar vonir sem Abba vekur - lang- merkilegust persóna verksins. Hún stendur höfundi sínum næst, fyrir hana kemur fleira en yngri systurnar tvær sem aldrei ná að verða eins gamlar í sínum bókum og Heiða er strax í sinni bók. Hún hefur flóknast tilfinningalíf, nær eðlilega mestum þroska og með mestum átökum en heldur þó áfram að vera barn sem sveiflast hratt og af offorsi milh gagn- stæðra kennda. Hún verður fyrir sárri sorg í miðbókinni og lesanda finnst súrt í broti að fá ekki að vera nær henni þá. Þó að Guðrún sé kannski að flýja erf- iða persónu Heiðu í bókunum um Lóu- Lóu og Obbu hina - sem reyndar hafa báðar margslungnara samband við Heiðu en móður sína - þá er þríleikurinn um systurnar þrjár óumdeilanlega merk- asta tilraun í íslenskum barnabókmennt- um undanfarna þrjá áratugi. Sem betur fer virðast aldursmörk lesenda þeirra víð enda þess gætt að hafa eitthvað fyrir sem flest þroskastig í hverjum kafla. Orð eru kannski bara orð, eins og hugsuðurinn Lóa-Lóa ályktar, en það er ekki sama hvernig með þau er farið. Systurnar þrjár hafa tekið sæti hjá öðr- um ástsælum sögupersónum íslenskra bókmennta í hugum þessarar þjóðar. Silja Aðalsteinsdóttir 118
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.