Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 97
D<smd til að hrekjast
ef til vill elskhugarnir. I þessari lýsingu eru þeir gerðir hlægilegir. Karlar
sem hópur, algerlega persónulausir og stjórnað af konu.
„Ég minnist þess vel að þér líkaði aldrei að heyra mig hlæja" (163) segir
Alda eitt sinn í einræðum sínum við Anton. Og það er ekki nema von, því
að hinn gróteski hlátur hæðist að karlmennskunni, gerir lítið úr henni og
brýtur hana niður. Og gróteska Tímaþjófsins beinist mjög að karlmönnum.
Einnig þeir eru líkamar, undirlagðir hrörnuninni. Þannig hugsar Alda til
Antons:
Og hvað vissi ég hvernig þú yrðir á skrokkinn. Kannski með gráar hárlufsur
á bringu, undir höndum, með kellíngabrjóst og mjaðmir. Þú en nógu reffilegur
í fötum, en hvernig á ég að vita, hvað undir þeim leynist. Æðahnútar? (171)
Þannig verður hnignun kennarastofunnar á táknrænan hátt lýsing á
hruni karlveldis. Eftir síðara afmælið á kennarastofunni sem jafnframt boð-
ar dauða Oldu segir:
Eg sit lemstruð eftir þetta litla hóf og hugleiði hnignun kennarastofunnar.
Erpir fer í tíma með símaskrá undir hendinni í stað skjalatösku. Hilbert
þýskukennari festir bindið þegar hann er að setja hljómplötu í umslag og
horfir undrandi á hana hanga framan á sér. Hróp og köll berast inn um
gluggann. Strákarnir í fimmta bé eru að ýta trabanti Vigfúsar heyrnarlausa í
gang og hann stekkur óvart inní aftursætið en ekki undir stýri. (176)
Ein gróteskasta mynd bókarinnar beinist að því að brjóta niður andstæð-
urnar lárétt/lóðrétt og felst í samlíkingu Antons við styttu Jóns Sigurðs-
sonar. Þessi stytta sem allt snýst í kringum (og þjóðin og sagnfræðin hafa
reist) trónir á miðjum Austurvelli í miðri höfuðborg landsins. „Mér hrýs
hugur við að afplána biðina á Austurvelli, gangandi hringi kringum styttu
Jóns, en ég finn ekki upp á neinu öðru til að drepa tímann" (7) segir svo
sláandi í upphafi bókar. Þessi trónandi stytta er skýrt fallusartákn, eitt af
mörgum í sögunni. Áður hefur verið minnst á regnhlífina sem Anton
spennir upp fyrir Öldu en fýkur í næstu vindkviðu. I dómkirkjunni horfir
Alda á Anton, syngja „Rís þú unga Islands merki“ (9) og í næstu andrá er
honum líkt við „tvifara þjóðhetjunnar" (19). Þannig er sagan sífellt að líkja
Antoni við styttuna: „Hann er þéttur á velli eins og stytta mikilmennis"
(186), og Oldu leggur hann hiklaust að sínum „fögru fótum einsog stúdína
blómsveig að styttunni hans Jóns á þjóðhátíðardaginn." (42) Þegar Alda
hittir Anton í bænum er það jafnan á Austurvelli í námunda eða við stytt-
una: „Kondu margblessaður Bangsímon á Austurvelli, við styttu Jóns Sig-
urðssonar" (77). Þegar hún svo eitt sinn hittir hann þar um jólaleytið koma
87