Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 102
Tímarit Máls og menningar
gefur á sjálfsmynd persónunnar Oldu, heldur öllu fremur þá sjálfsmynd eða
vitund sem birtist í sjálfum textanum og hann er um leið sprottinn úr. Það er
eitt af einkennunum í frásagnaraðferð þessarar bókar að þar getur stundum
verið erfitt að skilja milli textans og aðalpersónunnar Oldu sem segir söguna.
Aðhyllist textinn t.a.m. hugmyndir Öldu þegar hún er að lýsa yfir eigin ágæti,
ættgöfgi sinni, fegurð, gáfum, skemmtilegheitum og kyntöfrum? En um þetta
hverfast hugsanir hennar meira og minna í algerri sjálfhverfni sem hætt er við að
gangi fram af lesandanum, hann eigi erfitt með að fylgja henni í og heimti að
textinn andmæli. Spurningum sem þessum er stundum erfitt að svara, og þær
skipta kannski ekki máli. Það sem máli skiptir er að í textanum eru slíkar
hugmyndir á sveimi og það kann að hafa sínar ástæður. Hvað segir þetta? Hvað
merkir það? Þannig flæða texti og persóna oftar en ekki hvað í annað. Ur því
verður engin ein rödd sem segir hvernig túlka beri, og heldur ekki raddir sem
hægt er að skilja hverja frá annarri, heldur raddir í öngþveiti, ósamhljóða, mót-
sagnakenndar og í sífelldri baráttu og togstreitu. Sú sjálfsmynd sem þær birta er
heldur engin ein og fyrirfram gefin sem hægt er að ganga að vísri þegar maður
fyrst hefur fundið hana, heldur sundruð, ósamstæð og á sífelldri hreyfingu.
Þetta rásandi sjálf, sem svo kallast á máli táknfræðinnar, og hvergi finnur sér
fastan stað er ekki aðeins einkenni á stíl bókarinnar, heldur jafnframt annað
meginviðfangsefni hennar.
21 Reyndar snúa gluggarnir á kennarastofunni í Menntaskólanum í Reykjavík ekki
að Lækjargötu. Þetta skiptir kannski ekki öllu máli, en kann þó að verka trufl-
andi á staðkunnuga. Það eru fleiri slíkar „villur“ í bókinni, eins og t.a.m. þegar
Alda er látin vera að kenna 1. desember (bls. 34) sem til skamms tíma hefur verið
frídagur í skólum.
22 Julia Kristeva, „Les temps des femmes“. Greinin var fyrst prentuð í Cahiers de
recherche de sciences des textes et documents 1979. Ensk þýðing „Women’s
Time“ hefur m.a. komið í Signs 1 1981 og The Kristeva Reader (Ed. Toril Moi),
Basil Blackwell, Oxford 1986.
23 Julia Kristeva, Pouvoirs de l’horreur, Editions du Seuil, Paris 1980. Ensk þýð-
ing: Powers of Horror, Columbia University Press, New York 1982. íslenska
orðið „úrkast“ er fengið úr ágætri grein Garðars Baldvinssonar um fyrirbrigðið,
,,„Ég veit varla hvar.“ Asta Sigurðardóttir og femínismi," Ársrit Torfhildar,
Félags bókmenntafrceðinema við Háskóla Islands 1987.
24) Um máleyðingu ellinnar sjá Luce Irigaray Le Langage des dements Mouton,
Paris 1973; sbr. Toril Moi Sexual/F'extual Politics bls. 127.
25 Margaret Higonnet, „Speaking Silences: Women’s Suicide", The Female Body
in Westem Culture (ed. Susan Rubin Suleiman), Harvard University Press,
Cambridge, Massachusetts 1986, bls. 73.
26 Um þetta fjallar Julia Kristeva í bók sinni um kínverskar konur: Des Chinoises
(des femmes, Paris 1974 ) í kafla um sjálfsmorð skáldkvennanna Virginiu Woolf,
Mariu Tsvetaeva og Sylviu Plath. Hér er vitnað til enskrar þýðingar kaflans í
The Kristeva Reader (ed. Toril Moi), Basil Blackwell, Oxford 1986, bls. 158.
27 Sjá La Revolution de langage du Poetique. Kafla II.
92