Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Qupperneq 14

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Qupperneq 14
Tímarit Máls og menningar hennar er skráð á uppboðunum en getur síðan lagt sig við hlið lambanna á haugunum. Þessi sjónarmið fela ekki einungis í sér þá kröfu að listamaðurinn sé á eilífum þönum á eftir tímabundnum tiktúrum, stundarfyrirbærum, heldur birtist hér einnig sú markaðslega krafa að menningin eigi að vera smart og fara vel við innréttingar þeirra sem náð hafa takti dægurlaganna svo vel að hvert fótspor er þeim sem vangadans við gullkálfinn. Félagslega séð er þetta tilraun nýríkra þjóðfélagshópa til að eigna sér menn- inguna og laga hana að sínum smekk, enda munu málfræðingar framtíðarinnar veita því athygli að allt í einu urðu orð einsog bókmenntaþekking og mynd- listaráhugi afar sjaldgæf á sama tíma og orð einsog menningarneysla urðu afar algeng. Þær aðstæður sem hér er verið að lýsa eru að mörgu leyti nýjar og því skal ekki neitað að í þeim krystallast á vissan hátt tæknilegar framfarir síðustu ára, í bland við efnahagsfílósófíur af ýmsu tagi, en öll ytri einkenni plötusnúðamenn- ingarinnar eru léttpoppaður broddborgaraskapur sem á rætur sínar að rekja til sögulegs og menningarlegs fortíðarleysis hinna nýríku þjóðfélagshópa. Þaðan kemur minnimáttarkenndin, löngunin til að vera einsog aðrir, þessi ótti við að hingað reki mannfræðing sem hitti fyrir frumstæðan þjóðflokk, einangraða eyjaskeggja sem sérvisku sinnar vegna væru efni í einn góðan sjón- varpsþátt. Einna berlegast kom þetta í ljós í kringum leiðtogafundinn, sem helst hefur fengið þau eftirmæli að hafa verið átak í ferðamálum, en þá risu stjórnmála- menn upp hver um annan þveran og kepptust við að segja fréttamönnum og spyrlum að ömmur þeirra hefðu trúað á drauga og álfa og mátti af látbragði þeirra og orðum ráða að sjálfir væru þeir fyrir löngu vaxnir upp úr slíkri vitleysu. Samt vita allir að einangrun landsins verður ekki rofin. Bæði hafið og tungu- málið sjá til þess. En þó hin listræna sköpun kunni að vera einangruð innan landsteinanna, bókmenntirnar vegna tungumálsins, er andi hennar það aldrei, þ.e.a.s. sé sköpunin á annað borð listræn. Oll góð list, þar með talin bók- menntaverk, verður til úr sérstöðu þess sem fyrir hendi er og hinu sem alls staðar hrærist. Hin svonefnda fjölmiðlabylting, bættar samgöngur, aukin flugvallargerð hef- ur þannig ekki endilega skilað sér í betra sambandi við umheiminn á sviði menningar og lista. A þrettándu öld þegar sagnaritararnir sátu og skrifuðu Islendingasögurnar vissu þeir mætavel hvaða hræringar áttu sér stað í evrópsk- um bókmenntum. Þó áttu þeir hvorki afruglara né farsíma. Það sama má segja um umræðuna sem birtist í fjölmiðlum um menningar- mál; engar haldbærar sannanir eru fyrir því að henni hafi fleygt fram þó leik- mönnum með sérviskulegar skoðanir hafi fækkað og menn lendi ekki lengur í handalögmálum út af rími. 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.