Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 89
Dœmd til að hrekjast
Þegar þú komst til mín vissi ég að þú gast verið í klukkutíma, tvo tíma þrjá
tíma. Eg hefði viljað hafa þig lengur en á það varð ekki kosið. (69)
Hann getur ekki verið með henni á þeim dögum sem máli skipta, sbr.
lýsandi fjarveru hans á hátíðisdögum, eins og t.a.m. jólum. A Þorláksmessu
er hún ein niðri í bæ, hugsar um hann og dregur sig „útúr heimi fólksins á
götunum“ (44). Daginn eftir skreytir hún allt heima hjá sér og huggar sig
yfir fjarveru hans með því að hugsa um náttúruna og vorið:
Aðfangadagur mun ganga í garð án þín. Það er eðlilegt. Ekkert nýtt þú
sért ekki á jólunum. Hér.
Aðfararnótt aðfangadags bý ég við ilminn af híasintum. Staðreynd: Þú ert
ekki hjá mér og verður kannski aldrei, ekki aftur, en ég verð hér hjá tilfall-
andi blómum hvað sem tautar. Ég geri mér ekki rellu. Ég veit: Það sem er
verður harla gott og ég verð í því. Framundan eru góðir dagar og skjólsælir.
Ég úti á bletti og hlúi að eldliljum, uppræti illgresi, klippi trén. (44)
Hann bætir henni þetta upp með því að vera með henni á minniháttar
dögum og þeim sem engin hátíð er bundin við: „A þriðja í jólum eru jólin.
Hann er kominn í fínu stofuna til mín,“ (46), og saman eru þau „á Suður-
götu að kvöldi annars í nýári. . . Sömu norðurljós og dag númer eitt, sömu
stjörnur“ (48). Eftir að hann hefur fallist á að hitta hana í sundlaugunum „í
miðju kafi. Svo þetta verði ekki of náið“ (83) gefur hann henni ljóð: „Svo
ég eigi eitthvað frá honum. Eitthvað til að halda mér í. Einsog hlýjar
hendurnar fyrr í tímanum“(84). Og hann skammtar henni tíma eins og
drottinn: „Nú sé ég þig ekki í háa herrans tíð. . . Nú sé ég þig ekki í háa
herrans tíð.“ (85)
Samt og um leið er það hann sem heldur tíma hennar saman:
Þú ert ekki vottur af lúxus daganna
heldur fullkomin nauðsyn sólarhringanna. Þú ert efnið sem heldur þeim
saman. Forðaðu mér frá trosnuðum tímahring. Farðu ekki. (54)
í þessu má sjá ákveðna hliðstæðu við skáldlegt mál og hið semíótíska,
sem hvort tveggja þarf á einhverju kerfi að halda til þess að fara ekki alveg
úr skorðum. Tíma í föstum skorðum samfélagsins/karlveldisins fylgir þó
engin gleði. Þannig hittir Alda Símon á „miðvikudögum og sunnudögum“
(172), einungis til þess að henni myndi ekki „leiðast meira“ (172).
Eftir að Anton hefur tilkynnt Öldu að hann sé að fara eftir 15 daga, telur
hún niður dagana og tengir rofnandi symbíósu í mynd sem getur varla
skýrari verið:
79