Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 89

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 89
Dœmd til að hrekjast Þegar þú komst til mín vissi ég að þú gast verið í klukkutíma, tvo tíma þrjá tíma. Eg hefði viljað hafa þig lengur en á það varð ekki kosið. (69) Hann getur ekki verið með henni á þeim dögum sem máli skipta, sbr. lýsandi fjarveru hans á hátíðisdögum, eins og t.a.m. jólum. A Þorláksmessu er hún ein niðri í bæ, hugsar um hann og dregur sig „útúr heimi fólksins á götunum“ (44). Daginn eftir skreytir hún allt heima hjá sér og huggar sig yfir fjarveru hans með því að hugsa um náttúruna og vorið: Aðfangadagur mun ganga í garð án þín. Það er eðlilegt. Ekkert nýtt þú sért ekki á jólunum. Hér. Aðfararnótt aðfangadags bý ég við ilminn af híasintum. Staðreynd: Þú ert ekki hjá mér og verður kannski aldrei, ekki aftur, en ég verð hér hjá tilfall- andi blómum hvað sem tautar. Ég geri mér ekki rellu. Ég veit: Það sem er verður harla gott og ég verð í því. Framundan eru góðir dagar og skjólsælir. Ég úti á bletti og hlúi að eldliljum, uppræti illgresi, klippi trén. (44) Hann bætir henni þetta upp með því að vera með henni á minniháttar dögum og þeim sem engin hátíð er bundin við: „A þriðja í jólum eru jólin. Hann er kominn í fínu stofuna til mín,“ (46), og saman eru þau „á Suður- götu að kvöldi annars í nýári. . . Sömu norðurljós og dag númer eitt, sömu stjörnur“ (48). Eftir að hann hefur fallist á að hitta hana í sundlaugunum „í miðju kafi. Svo þetta verði ekki of náið“ (83) gefur hann henni ljóð: „Svo ég eigi eitthvað frá honum. Eitthvað til að halda mér í. Einsog hlýjar hendurnar fyrr í tímanum“(84). Og hann skammtar henni tíma eins og drottinn: „Nú sé ég þig ekki í háa herrans tíð. . . Nú sé ég þig ekki í háa herrans tíð.“ (85) Samt og um leið er það hann sem heldur tíma hennar saman: Þú ert ekki vottur af lúxus daganna heldur fullkomin nauðsyn sólarhringanna. Þú ert efnið sem heldur þeim saman. Forðaðu mér frá trosnuðum tímahring. Farðu ekki. (54) í þessu má sjá ákveðna hliðstæðu við skáldlegt mál og hið semíótíska, sem hvort tveggja þarf á einhverju kerfi að halda til þess að fara ekki alveg úr skorðum. Tíma í föstum skorðum samfélagsins/karlveldisins fylgir þó engin gleði. Þannig hittir Alda Símon á „miðvikudögum og sunnudögum“ (172), einungis til þess að henni myndi ekki „leiðast meira“ (172). Eftir að Anton hefur tilkynnt Öldu að hann sé að fara eftir 15 daga, telur hún niður dagana og tengir rofnandi symbíósu í mynd sem getur varla skýrari verið: 79
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.