Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 124

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 124
Tímarit Máls og menningar og fram á sumar, síðasta bókin um sumar tveim árum seinna. Innri tími bókanna er nokkuð ljós en ytri tími er erfiðari við- fangs. Höfundur tekur sér skáldaleyfi og hirðir ekki um þótt nokkur ár hafi liðið í alvörunni milli atvika sem gerast um svipað leyti í bókunum. Guðrúnu er sama um ártöl en henni er umhugað um að gefa sem sannasta mynd af tímabilinu, því sem var að gerast í huga fólksins og þróun íslensks þjóðfélags. Innri sann- leikur er henni meira áhugaefni en ytri rammi. Stríðið er búið Tími seinni bókanna tveggja eru eftir- stríðsárin með öllu sem þeim fylgdi, sveiflum í atvinnulífi eftir að umsvif bandaríska hersins minnka, vaxandi auð- sæld með peningastraumi í vasa þeirra sem kunna að notfæra sér hlunnindi smyglvarnings og Marshallaðstoðar og vaxandi spillingu. Eitt af táknum tímans eru litlu svörtu rotturnar sem komu með hernum: Skrýtið að vera hræddari við þess- ar pínulitlu svörtu rottur en stóru gráu rotturnar í hænsnakofanum hans Jóns hennar Guðfinnu. Lóa- Lóa gaf þeim stundum arfa. En þær komu heldur ekki inn í hús hjá fólki, heldur voru bara þar sem þær áttu að vera. Hermannarott- urnar óðu um allt og þær smugu líka um allt. Svo myndu þær ekkert fara þó herinn færi. Það var það versta. Hermennirnir færu ekki burt með þær eins og stelpurnar í bænum. Það væri betra að þeir færu með rotturnar. (Saman, 29) Astandið er annað tímans tákn. „Amma, vantar konur í Ameríku?" spyr Lóa-Lóa og von að barnið spyrji eins og blóðtakan er í litla plássinu. Það vill til að sumar koma aftur af því þeim líkar ekki vistin í draumalandinu, og aðrar eru skildar eftir með börn sem eru svo miklu fallegri en krakkar venjulegra Gaflara. Þriðja táknið verður líkbíll bæjarins. Á velsældartímum steinhættir fólk að deyja og líkbílstjórinn notar rúmgott farartæk- ið undir smyglvarning auk þess sem hann nýtir hann til ferðalaga með fjölskyldu sinni. Óheiðarleiki og sérgæska ganga í fararbroddi inn í nýtt þjóðfélag eftir- stríðsára. Óhugnanlegasta dæmið um spillingu í nýjum kapítalisma er Bárður útgerðar- maður. Hann gengur alltaf skrefi lengra en siðlegt er - eins og þegar hann rukkar fjölskylduna á númer tvö um „eftir- stöðvar", af tómu ergelsi yfir því að pabbi skyldi fara á síld og hætta í bili á Jóni Dofra. I lok miðbókarinnar fremur hann glæp sem allir bæjarbúar vita af, en þó að hann verði manns bani er hann ekki dreginn fyrir lög og dóm af því að hann er atvinnuveitandi þorpsins. Enginn hættir á að missa vinnuna. En í hraðri þróun er ennþá mikið eftir af gömlum heimi þar sem fólk deilir því sem það á með öðrum. „Guð, er heitt slátur og rófustappa? Hver kom með það?“ spyr Abba hin kát þegar hún kem- ur heim í óvænta veislu (Sænginni, 64). Veit sem er að síldin er farin og fátækt á númer tvö. Pabbi fór aldrei að vinna fyrir herinn og sveiflurnar í afkomu fjölskyld- unnar fylgja grannt eftir sveiflunum í fiskveiðum landsbúa. Þegar Jón hennar Guðfinnu týnist fara allar konur að baka og brasa handa leitarmönnum, síminn sem allir nota er hjá Guðrúnu á 7 og bílar eru sjaldséðir. Allir vita allt um alla og taka af innlifun þátt í sorgum og gleði náungans. í miðbókinni fara Lóa-Lóa og Abba 114
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.