Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 142

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 142
Tímarit Máls og menningar Sigurður styðst við villandi þýðingu Peters Hallbergs á þessum orðum og tekur undir með honum að þessi stað- hæfing sé fjarri sanni (175). Athugun mín á sósíalisma Halldórs styður þá umsögn Hallbergs: Sósíal- ismi Halldórs Laxness einkennist fyrst og síðast af þeirri falslausu trú á þá fögru hugsjón að unnt sé að uppræta fátæktina í heiminum og deila gæðum jarðarinnar jafnt meðal allra þegna hennar - samfara þeirri staðföstu von að í Sovétríkjunum hafi verið unnið sleitulaust að því að raungera þessa hugsjón (175). Andmæli Sigurðar gegn orðum mínum eru fráleit af tveim ástæðum. I fyrsta lagi er vandséð hvers vegna krafa um hagvirkt samfélag getur ekki farið sam- an við baráttu gegn fátækt. I öðru lagi er það ein meginhugmyndin í bók Sig- urðar að sósíalismi Halldórs hafi ein- kennst af vísindadýrkun, en trú á mátt vísinda hefur einmitt löngum farið sam- an við kröfur um hagvirkt samfélag. Þótt Sovétvinir þráðu hagvirkt og vís- indalegt samfélag þýddi það vitanlega ekki að þeim stæði á sama um fátækt- ina. Skal ósagt látið hvort mótmæli Sig- urðar eiga heldur rót sína í takmarkaðri sænskukunnáttu hans eða í útúrsnún- ingi Hallbergs. Niðurstaða Sovétþáttar í huga Sigurðar Hróarssonar verður matið á afstöðu Halldórs Laxness að nokkru leyti spurning um einlægni hans. Hafi hann trúað einlæglega á Stal- ín, trúað því að Sovétskipulagið væri mannkyni til hagsbóta, þá virðist svo sem auðveldara sé að afsaka gerðir hans. A einum stað segir Sigurður að stund- um er Halldór skrifaði um málefni aust- urs og vesturs „hafi vantað nokkuð á fullkomna alvöru og einlægni“ og „þótt vísindahyggja hans hafi e. t. v. ekki að öllu leyti verið fullkomlega einlæg, trúði hann því greinilega að öll þróun þar eystra lyti vísindalegum lögmálum" (64). A öðrum stað ræðir Sigurður um einlægni í sambandi við hatur Halldórs á fasisma sem hann telur hafa verið „einlægt og hvergi að fengið" (105). Hér gæti maður auðvitað spun hvort menn geti ekki verið einlægir í skoðun sem er „að fengin" - en látum það liggja milli hluta. Mér virðist ekki vænlegt til árangurs að grafast fyrir um einlægni í þessu sambandi. Halldór skrifaði eitt sinn að trú gæti „bæði verið ill og vit- laus, hversu heilög sannfæring sem fylg- ir henni" (Vísir 20/2 1930). Og hitt mun mála sannast að oft er vandkvæðum bundið að dæma um einlægni manna; stundum virðist sá einlægur sem er grunnhygginn, stundum virðist sá öðr- um einlægari sem er óvenju ginnkeypt- ur fyrir sjálfsblekkingum. I tilviki Halldórs er spurningin um einlægni auk þess einkar viðkvæm. Rit- höfundurinn hefur á sér ótal hliðar; hann er rödd eða stafur á bók og hreyfir sig í elementi skáldskaparins fremur en sannleikans. Hann verður ekki krafinn um samkvæmni nema í svipuðum skiln- ingi og leikari, sem verður að halda til skila ótal ólíkum hlutverkum. Að nokkru leyti er lygin veruháttur skálds- ins; hugur þess er í verkunum, gríman er andlit þess. Ef til vill verður aldrei verið hægt að leggja neinn skynsamlegan mælikvarða á hvað Halldór hefur skrifað í einlægni um dagana og hvað ekki. Hann skrifaði sínar stjórnmálaádeilur og stendur við þær eins og aðrir við sínar og hefur rétt 132
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.