Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 16
Tímarit Máls og menningar
á aðra, ganga um dyr sem opnast inn í veröld eða virða fyrir sér heiminn úr
hrollkenndum fjarska . . .
Og nú leyfi ég mér að grípa til hins efnishyggjulega orðfæris sem einkennir
plötusnúðamenninguna, en það eru til tvenns konar viðhorf um neyslu bók-
mennta og eru þau bæði komin frá rithöfundum: Annars vegar það að bók-
menntirnar séu eins konar lögleg vímuefni þar sem lesandinn sogist inn í heim
verksins og hitt að bókmenntirnar séu einsog meðferðarfulltrúi er rífi menn út
úr vímu hversdagslegra blekkinga.
Lesandinn er hins vegar í þeirri stöðu að hann getur farið með bókina að
eigin vild. Hann getur fleygt henni út í horn, gleypt hana í sig eða lesið hana í
mörgum pörtum. Þegar hann rís upp segir hann í fyrstu persónu eintölu: Mér
finnst . . . og í þeim dómi sem hann kveður upp er vanalega fólgin sú afstaða
að annað hvort sér hann ástæðu til að labba með hana á næstu fornsölu eða
hann tekur strætó, heimsækir frænku sína og lánar henni hana.
Ritdómarinn er aftur á móti í erfiðari stöðu. Þetta mér finnst hjá honum
verður að hafa yfir sér valdsmannlegri tón. Það verður að geta hljómað í höfði
þess sem dóminn les: Já líklega er þetta alveg rétt sem hann er að segja . . .
Einsog höfundurinn er hann neyddur til að beita brögðum, koma sér upp
klækjasafni.
Að öllum líkindum er það hæfni hans til að beita þessum brögðum sem sker
úr um langlífi hans í stéttinni. Það mætti því ætla að íslenskir ritdómarar væru
upp til hópa ákaflega hugmyndaríkir menn og bæði brögðóttir og klókir, því
flestir þeirra hafa ráfað fram og aftur bókmenntasíður blaða og tímarita svo
lengi sem elstu menn muna.
Hvað veldur þá þeirri undarlegu þversögn, sem gömul bókmenntasinnuð
kona úti í bæ benti mér á, að þó erfitt sé að muna stundinni lengur hvað þeir
skrifa kann maður þá samt utanbókar? Jú brögðin sem þeir beita breytast
aldrei. Klækirnir til að koma máli sínu á framfæri eru alltaf þeir sömu. I rás
tímans hafa þeir orðið að klisjum, ekki til að rýna dýpra, heldur til að auðvelda
ritdómurum störf sín og auka afköstin.
Þannig hafa þeir með árunum breyst í stimplagerð og frekar en fjalla um
bækur og bókmenntir byrjað að flokka þær. Kannski að þetta sífellda strit við
að fletta níðþungum blaðsíðum hafi kveikt í kollum þeirra þá hugmynd að þeir
sætu með spjaldskrá fyrir framan sig, en um tíma varð stimpiláráttan svo sjálf-
virk að sami ritdómurinn gat birst um tvær ólíkar bækur og ýmsir höfundar
voru ung skáld, sem mikils mátti vænta af í framtíðinni, vel fram yfir sextugt.
Ég verð að játa að þessi eilífa æska höfundanna fyllti mig alltaf vissri bjart-
sýni þegar ég var að leggja út á hina hálu braut skáldskaparins, um og upp úr
tvítugu, því það að hafa heil fjörutíu ár til að verða ungur og efnilegur hlýtur
að teljast þokkalegur tími, sannkallaður umþóttunartími einsog sagt var í land-
helgismálinu.
Síðan hef ég komist að raun um að í hérlendum skáldskaparfræðum er þetta
6