Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 143

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 143
til að skipta um skoðun eins og aðrir. En grein um stjórnmál verður ekki ein- læg í hlutfalli við sannfæringarkraftinn sem hún býr yfir. Enginn getur sagt hvort heitustu lofgerðir Halldórs um Stalín, Sólina miklu, voru skrifaðar af „einlægni". P>ær gætu jafnvel hafa verið einhvers konar ritæfingar frá hans hendi. En þær hæfðu í mark á sínum tíma, þær höfðu mikil áhrif og þar er að finna sannleikskjarnann í þeim: þær voru þýðingarmikil rödd í samtíman- um. Og það alveg óháð því hvort efni þeirra var trúaratriði fyrir höfundinn eða ekki. Og er þá líklega mál að reyna að draga saman hvað undirrituðum finnst um bókina Eina jörð veit ég eystra. Fyrst af öllu vil ég þakka höfundi verk hans. Hann hefur unnið af elju, og hann tekur á máli sem í sjálfu sér er verðugt viðfangsefni. Gildi bókarinnar felst aðallega í því að hún veitir yfirlit yfir skrif Halldórs Laxness um Sovét- ríkin. Þeir sem hafa áhuga á verkum Halldórs hljóta að fagna þessari bók, þótt vondur frágangur, gallar í málfari og ónákvæm hugtakanotkun hljóti að draga talsvert úr fögnuðinum. Ámi Sigurjónsson „ÞAÐ ER ATÓMBOMBAN" Ólafur Gunnarsson: Heilagur andi og englar vítis Forlagið 1986 Ólafur Gunnarsson hefur alltaf rifið bækur sínar beint úr samtíðinni og fleygt í hana miðja aftur, samt liggja þær utan alfararslóðar. Þótt þær séu all- ar á næsta leiti við „umræðuna" sem geisað hefur hverju sinni þegar þær hafa verið samdar og taki fast á „vandamál- um samtímans" eru á þeim svo sterk persónuleg einkenni að bókmennta- fræðingar hafa átt erfitt með að flokka þær með bókum annarra höfunda og þar með undir tilhneigingar í tíðinni - og því hafa þeir hyllst til að leiða þær hjá sér. Þær einkennast allar af einóðum karakterum, ofsafengnum samræðum, sóttheitum stíl, afdráttarlausri sýn, miskunnarlausum árekstri sálarlífs og umhverfis og ósveigjanlegum boðskap. Undir því yfirborði eru miklar tilfinn- ingar og einlægni. Þær virðast skrifaðar af köllun. Þær fjalla allar um einfarann - en fjöl- skyldulífið er reyndar ekki langt undan. Sú fyrsta, Milljón prósent menn, gerði skil hinum magnaða heildsala Engilbert, en með sjónarhorni hversdagsmanns, sem er bróðursonur hans, um leið og sagan á að heita þroskasaga piltsins. Ljóstollur var næstur í röðinni, hún er líka þroskasaga, en nú er sjónarhorn bundið við aðalpersónu. Bókin er sennilega nöturlegasta lýsing á karla- heimi sem enn hefur verið samin hér - og áreiðanlega sú besta sem beinlínis er samin sem innlegg í karlaumræðuna - og því er lýst hvernig unglingur verður að taka toll af ljósinu í sálu sinni til að finna sér stað í heimi karlanna. Um leið er þetta harmsaga fjölskyldu og öll er sagan skrifuð í senn af vægðarlausri hörku og ofurviðkvæmni, þetta vegur salt í meitluðum stílnum, dregur hvort úr öðru á farsælan hátt. Heilaspuni gelgjuskeiðsins kemur mikið við sögu í bókinni, bæði karladraummyndir tengdar vöðvabollum og eins gjálífisgál- ur. Ólafur heldur síðan áfram að vinna með draumveröld hversdagsmannsins í 133
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.