Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 98
Tímarit Máls og menningar
jólatréð og styttan út á eitt: „I skjóli við þig, hjá jólatrénu á Austurvelli“
(103). Allt þetta sýnir ekki bara Anton, heldur einnig þjóðhetjuna, foringj-
ann mikla og tákn karlveldisins í grótesku ljósi.
Það er einnig gróteskt að hún kallar hann Bangsímon (Símon heitir bara
Símon), og líkir honum þar með við dýr, fræga persónu úr barnabók:
Núna minnir hann á Jón Sigurðsson forseta í súkkulaðigildi. Góðir Islend-
ingar einsog hann og Bangsímon geta ekki verið þekktir fyrir að sjást stund-
inni lengur með rjómafroðu á vör. (18-19)
Þannig vinnur texti sögunnar oft á gróteskan hátt einnig úr bókmennta-
hefðinni, þar sem sérstaklega er gert grín að stöðluðum myndum kynjanna.
Anton er „þéttur á velli“ (186), sbr. kvæðið sem ævinlega er sungið fyrir
minni karla og í því er lýst sem þéttum á velli og þéttum í lund, þrautgóð-
um á raunastund. A fyrra afmæli Oldu færir Erpir íslenskukennari henni
ferskeytlu sem um leið má sjá sem vísbendingu um stöðu kvenna í bók-
menntunum:
Erpir íslenskukennari flytur mér afmælisferskeytlu með innrími, sem ég
hendi ekki reiður á, utan að hann lét Alda ríma við kalda. (19)
Hér hefur Alda beinlínis verið lokuð inni í texta hefðarinnar, föst í
innrími hennar. Og þetta er það eina sem hún hendir reiður á í vísunni.
Þegar Anton er að læðast niður tröppurnar frá henni og inn í leigubíl
fyrstu nóttina þeirra saman hugsar Alda með vísun í einar fleygustu setn-
ingar heimsbókmenntanna: „Verweile doch, du bist so schön" sem höfð er
um sjálfa kvenmynd eilífðarinnar í Faust eftir Goethe:
Eg ávarpa þig:
Glæsilegi svipur!
Gerðu það:
Staldraðu. (43)
Hún blandar hér saman hversdagslegasta talmáli og upphöfnu máli hefð-
arinnar, um leið og hún snýr hefðinni við, notar myndina um karlmann.
Sýnir karlmynd eilífðarinnar að stelast inn í leigubíl eftir að hafa haldið
fram hjá konunni sinni.
Dœmd til að hrekjast
Flæði er andstæða steinsins, styttunnar, fallusarins og hins lóðrétta. Það er
vatn, rásandi, leitandi og á sífelldri hreyfingu, og sem slíkt vinnur það á
hinu harða efni. Þannig tengist það í Tímaþjófnum bæði augnaráðinu og
88