Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 146
Tímarit Máls og menningar
því að haga mér eins og skepna svo
lengi sem raun er á orðin. En slíkt
framferði breytist í atómbombuna,
því margt smátt gerir eitt stórt og
þar liggur kjarni málsins. Að vera
vondur við næsta mann, það er at-
ómbomban, og ég skal segja það
þótt hlegið verði að mér út um allan
bæ fyrir vikið. Það er atómbomban,
heyrið þið það, það er satt. (19)
Svona eru bókmenntir. Þetta er vel
sagt og vel hugsað - að vera vondur við
næsta mann, það er atómbomban - en
aðdragandinn er undurfurðulegur. Það
fer ekki á milli mála að hér er höfundur
bókarinnar að tala um sín hjartans mál -
hjartans mál okkar allra - en innan um
og saman við lætur hann algerlega slá út
í fyrir höfundi bréfsins, auk þess sem
hann fellur í alla þá pytti sem á vegi þess
verða sem fer að tjá sig um kjarnorku-
málin. Allt bréfið er svona skringileg
blanda af hálfvitagangi og lífsvisku og í
því birtist helsta þversögn bókarinnar:
hún er skrifuð af einlægni á kýnískan
hátt.
Stíllinn fær svip af þessu, hann er hér
og hvar rismikill og hægur, en oftar þó
keyrður upp. Framan af, meðan verið er
að rissa upp Össur og fjölskyldu hans,
er margt mjög skemmtilega orðað -
þegar Ólafi tekst upp standast fáir ís-
lenskir höfundar honum snúning í frá-
sagnargleði og hittni í mannlýsingum.
En þegar á líður og furðunum fjölgar,
einkum þegar lýst er svalli vítisengl-
anna, er eins og of mörgu sé hrúgað
saman. Tökum dæmi af lítilli setningu:
„Hann baðaði út öllum öngum, - það
verður bara, ja, gryfja, Össur minn,
hann gaf frá sér skræk í gleði sinni og
saup munnvatn hamslaus af gulum og
slímugum tönnunum . . .“ (71). Hér eru
fyrir minn smekk of margir effektar
saman komnir til að þeir orki vel sam-
an. Fólk veinar æði mikið í seinni hluta
bókarinnar, skrækir, emjar, æpir og
hrín - það er mjög sjaldan sem nokkur
segir nokkuð, og fyrir vikið daprast
áhugi lesanda. Frásögnin veltur á ógnar-
hraða fram úr honum, það vantar í hana
fleiri takttegundir.
Ólafur Gunnarsson hefur til að bera
marga öfundsverða eiginleika sem rit-
höfundur: hann er kraftmikill stílisti,
frásagnargáfa hans er einstök, mannúð-
in mikil og siðferðileg ábyrgðartilfinn-
ing hans er lofsverð. En ég held að ef
hann temdi sér örlítið meiri mýkt í
mannlýsingum, staldraði stundum leng-
ur við lýsingu atvika og leyfði sér að
minnka ögn taumhaldið á þeirri tilfinn-
ingasemi sem sést í bókum hans - án
þess þó að ég sé að biðja um kjökur-
bókmenntir - þá sé frá honum að vænta
stórvirkis.
Gubmundur Andri Thorsson
136