Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 94
Tímarit Máls og menningar
Alda er einnig mikið í sólbaði á svölunum hjá sér. I sólina sækir hún
hlýju (snertingu, symbíósu) og þar með styrk, en um leið minnir hún hana
á eigin hrörnun og sjálfa sig sem „fallið viðfang" augnaráðs:
Hún skein á mig allsbera í dag. Til að hlýja mér. Jafnvel innvortis. Allsber.
Aldraður. Öryrki í sólbaði á svölunum hjá sér er náttúrlega nokkuð fyndinn.
En ég skeyti ekki um það. Loka bara augunum. Og þá sér enginn þessa
hörmung. . .
Á svölunum í dag varð ég ung á ný og hélt í höndina á mér einsog þú einn
horfinn sólskinsdag, einsog þú. . . Einsog þú. . .
Kannski var það guðleg forsjón sem stíaði okkur sundur, svo þú fengir
aldrei að augumlíta mig í ástandinu. (171)
Þannig tengist óhugnaðurinn/ógeðið nekt, en jafnframt og um leið innra
manni, því sem ekki hefur útlit, ekki er til sýnis eða hægt að sjá:
Það hefur nagað mig öll árin: Ætli hann hefði snúið til mín aftur, ef ég
hefði haldið andlitinu? Manneskja sem heldur ekki andlitinu er nefnilega
ekki aðeins nakin hún er líka opin og skín í ógeðsleg innyflin. (178)
Eitt einkenni úrkasts er hrakandi tungumál, eða tungumál sem er að
hverfa24. I Tímaþjófnum kemur þetta fyrir í kaflanum „Arma á Eppi-
mannahillunni", í gróteskri lýsingu þar sem Alda upplifir með hryllingi
ímyndað tal sitt sem elliærrar í útlegð elliheimilisins. Hún getur ekki lengur
talað, hvað þá nefnt nafnið sitt, heldur bablar eins og ómálga barn eða
geðsjúklingur:
Arma: Absakið a érekki dauj eða daujari
Hjúkrk: Já en ta var nú ikkert a assaka — ta ger ikkettil . . . sjáru. E er
tildamis ikki heldur daus.
Arma: Þar öðððuvísi. . . mér finnsko ég ætti að vera dauj. . .
Hjúkrk: Níni Arma mín, ta væri ikkert bidra.
Arma: Nei, er ta nokkuð Birra mín, garé gaffidópið?
Hjúkrk: Hassa, hére kaffidopinn, Amma mín, og ittsji hussa nú meisa um
dausann í dag.
Arma: Artílalli Irra mín, hakka karlæga hili hassilopann. (156-157)
Þessa framtíðarsýn getur Alda ekki afborið. Hún tekur til sinna ráða, og
verður loks gerandi sinnar eigin sögu.
Sjálfsmorð kvenna eru talin tengjast brotinni sjálfsmynd þeirra og oftar
en ekki samsömun þeirra við ástina, karlmann sem brást: „The loss of the
man fuses with that of life,“ segir Margaret Higonnet í grein um sjálfsmorð
84