Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 144
Tímarit Máls og menningar
næstu bókum sínum, Gaga og Heilagur
andi og englar vítis, og hefur bersýni-
lega leitað fanga í nútíma þjóðsögum og
ævintýrum alþýðu, geimvísindaskáld-
skap. I báðum bókunum litast stíllinn af
órum einfaranna, hinn venjulegi áhorf-
andi að viðburðum er ekki lengur tengi-
liður lesandans. Veruleikalíkingin verð-
ur fyrir vikið óræðari, bækurnar lýsa
báðar reykvísku umhverfi - mjög reyk-
vísku - en við sjáum það aðeins gegnum
brenglaðan huga og látið er liggja milli
hluta hvar veruleika sleppir og klikkun-
in tekur við; í lok sögunnar Gaga hljóta
einhverjir lesendur að spyrja sjálfa sig
hver hafi eiginlega verið að plata hvern.
Einfarinn er sem fyrr segir einóður í
bókum Ólafs, knúinn áfram af einni
megingrillu: samkvæmt einhverjum
stöðlum bókmenntafræðinnar eru þetta
kannski ekki neinar aðalpersónur, held-
ur aukapersónur í eðli sínu, dregnar fá-
um dráttum, sífellt rausandi um sömu
hlutina - og er það auðvitað ekkert ann-
að en ánægjuleg afsönnun á þeim kenni-
setningum. Annað hefur hins vegar ver-
ið smám saman að breytast: siðaboð-
skapurinn verður áleitnari og ástríðu-
þrungnari, en jafnframt kíkótískari.
Milljón prósent menn hefur að vísu að
geyma afdráttarlausan siðaboðskap en í
henni er langmest verið að segja góðar
sögur þeirra eigin vegna, þar er dvalið
við alls kyns skrýtni aukapersóna og
frásögnin fer út um mela og móa. Sið-
ferðisleg alvara Ljóstolls fór fyrir ofan
garð og neðan hjá mörgum lesendum
vegna þess hve grimmdarle|t raunsæið
setur sterkan svip á þá bók. I Gaga hef-
ur frásögnin þrengst, aukapersónur
víkja, Ólafur hefur hvesst markmið sín;
eins og komið hefur fram í viðtölum við
hann (t. d. í Teningi 4. hefti) er honum
hugleikin ábyrgð rithöfundar á vitlausri
öld. Hann vill skrifa í þágu jarðarinnar.
Rithöfundur sem vill bæta mannlífið
og fá mennina ofan af því að eyða jörð-
inni lendir í klemmu - einkum á okkar
dögum þegar enginn vill láta neinn segja
sér neitt, predika yfir sér. Almenningur
kveinar undan vandamálafargani,
bókmenntafræðingar krefjast þess að
skáld og rithöfundar útskýri helst ekk-
ert, en „láti lesendum eftir að fylla í
eyðurnar og draga sínar ályktanir".
Friðarsamtökin og stjórnmálamennimir
eru alltaf að segja okkur að „kjarnorku-
váin vofi yfir okkur ef ekki verði skjótt
gripið í taumana“ og jörðina „fljóti sof-
andi að feigðarósi": við kunnum þetta
utan að, við höfum margheyrt það, við
erum sammála því, við verðum leið á
þessu. Það er stórkostleg hætta á því að
það sé verið að tortíma jörðinni en það
hljómar í eyrum okkar eins og hver
önnur klisja; því oftar sem okkur er
sagt þetta með sama fyrirsegjanlega
hættinum, þeim mun sljórri verðum
við. Þennan vanda þarf rithöfundur sem
vill skrifa fyrir jörðina að glíma við:
óbeit almennings á því að láta tala yfir
hausamótunum á sér, óskir margra les-
enda að fá að vera skapandi viðtakendur
og loks þreytu á því að hugleiða vand-
ann út af margtuggnum málflutningi.
Þetta setur mark sitt á bókina Heilagur
andi og englar vítis sem er um kjarn-
orkuvána, en hefur jafnframt undirtitil-
inn: „Gleðisaga um björgun jarðarinn-
ar“.
Hún er um mann með köllun. Hann
fær vitranir. Fyrst þá að kveikja í sér á
Lækjartorgi til að vekja fólkið til vit-
undar um kjarnorkuna, síðan segir eng-
ill honum að hans bíði að bjarga jörð-
inni - hann lendir þannig snemma í
134