Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 144

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 144
Tímarit Máls og menningar næstu bókum sínum, Gaga og Heilagur andi og englar vítis, og hefur bersýni- lega leitað fanga í nútíma þjóðsögum og ævintýrum alþýðu, geimvísindaskáld- skap. I báðum bókunum litast stíllinn af órum einfaranna, hinn venjulegi áhorf- andi að viðburðum er ekki lengur tengi- liður lesandans. Veruleikalíkingin verð- ur fyrir vikið óræðari, bækurnar lýsa báðar reykvísku umhverfi - mjög reyk- vísku - en við sjáum það aðeins gegnum brenglaðan huga og látið er liggja milli hluta hvar veruleika sleppir og klikkun- in tekur við; í lok sögunnar Gaga hljóta einhverjir lesendur að spyrja sjálfa sig hver hafi eiginlega verið að plata hvern. Einfarinn er sem fyrr segir einóður í bókum Ólafs, knúinn áfram af einni megingrillu: samkvæmt einhverjum stöðlum bókmenntafræðinnar eru þetta kannski ekki neinar aðalpersónur, held- ur aukapersónur í eðli sínu, dregnar fá- um dráttum, sífellt rausandi um sömu hlutina - og er það auðvitað ekkert ann- að en ánægjuleg afsönnun á þeim kenni- setningum. Annað hefur hins vegar ver- ið smám saman að breytast: siðaboð- skapurinn verður áleitnari og ástríðu- þrungnari, en jafnframt kíkótískari. Milljón prósent menn hefur að vísu að geyma afdráttarlausan siðaboðskap en í henni er langmest verið að segja góðar sögur þeirra eigin vegna, þar er dvalið við alls kyns skrýtni aukapersóna og frásögnin fer út um mela og móa. Sið- ferðisleg alvara Ljóstolls fór fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum lesendum vegna þess hve grimmdarle|t raunsæið setur sterkan svip á þá bók. I Gaga hef- ur frásögnin þrengst, aukapersónur víkja, Ólafur hefur hvesst markmið sín; eins og komið hefur fram í viðtölum við hann (t. d. í Teningi 4. hefti) er honum hugleikin ábyrgð rithöfundar á vitlausri öld. Hann vill skrifa í þágu jarðarinnar. Rithöfundur sem vill bæta mannlífið og fá mennina ofan af því að eyða jörð- inni lendir í klemmu - einkum á okkar dögum þegar enginn vill láta neinn segja sér neitt, predika yfir sér. Almenningur kveinar undan vandamálafargani, bókmenntafræðingar krefjast þess að skáld og rithöfundar útskýri helst ekk- ert, en „láti lesendum eftir að fylla í eyðurnar og draga sínar ályktanir". Friðarsamtökin og stjórnmálamennimir eru alltaf að segja okkur að „kjarnorku- váin vofi yfir okkur ef ekki verði skjótt gripið í taumana“ og jörðina „fljóti sof- andi að feigðarósi": við kunnum þetta utan að, við höfum margheyrt það, við erum sammála því, við verðum leið á þessu. Það er stórkostleg hætta á því að það sé verið að tortíma jörðinni en það hljómar í eyrum okkar eins og hver önnur klisja; því oftar sem okkur er sagt þetta með sama fyrirsegjanlega hættinum, þeim mun sljórri verðum við. Þennan vanda þarf rithöfundur sem vill skrifa fyrir jörðina að glíma við: óbeit almennings á því að láta tala yfir hausamótunum á sér, óskir margra les- enda að fá að vera skapandi viðtakendur og loks þreytu á því að hugleiða vand- ann út af margtuggnum málflutningi. Þetta setur mark sitt á bókina Heilagur andi og englar vítis sem er um kjarn- orkuvána, en hefur jafnframt undirtitil- inn: „Gleðisaga um björgun jarðarinn- ar“. Hún er um mann með köllun. Hann fær vitranir. Fyrst þá að kveikja í sér á Lækjartorgi til að vekja fólkið til vit- undar um kjarnorkuna, síðan segir eng- ill honum að hans bíði að bjarga jörð- inni - hann lendir þannig snemma í 134
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.