Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 79
Dtemd til að hrekjast
Hann heldur mér fast en laust um leið og höndin er á bakinu á mér einsog
huggun guðs. Hann stýrir ekki en gefur til kynna, ég veit ekki hvernig, eigi
að stíga næst. næst. næst. I dansinum dansar hann ekki við sig og ég við mig,
heldur ég við hann og hann við mig. (38)
Hann lætur hana dansa og stjórnar sporum hennar, og það án þess að
hún taki eftir eða viti hvernig hann fer að því. Smám saman verður hann
fyrir henni að sígrænu tré, hún að birki (sem er veikbyggðara tré og víkj-
andi), og lýsingin leysist upp í náttúrumynd og ljóð.
I toppnum syngur lóa
svo ég hallast
þér til eyrna
þér til dírrindís (39)
Síðar er aðskilnaðnum lýst með mynd sem kallast á við þessa. Þegar hún
hefur hann ekki lengur að styðjast við og halda sér uppréttri verður hún:
Viðskila Alda, veglaus
brokkandi hölt í dírrindíleysu (180)
Anton á að lyfta henni og styðja hana. Þegar hún missir hann er eins og
hún missi einnig hið lóðrétta úr tilveru sinni og geti ekki lengur verið
upprétt:
Ég lagðist á teppið undir trjábol meðal burknanna. Skógurinn lifnar þegar
ofar dregur. Neðst er hann myglaður, dauður. . .
Ég geri þig að trénu sem ég ligg við ræturnar á og krónan nálgast himin.
Núna hefði mátt kveðja. . .
Ef mér skyldi renna í brjóst við ræturnar á þér þá kondu inní drauminn og
kenndu mér að verða dansandi tré með krónu sem sólin skín í. Gettu hvað:
Mig dreymir að við séum hlið við hlið tré í skógi, að lifandi lauftopparnir
renni saman og myndi rætur himins. (139-140)
í draumnum mætast hið karllega og kvenlega og renna saman í jafnháum
trjám. Eftir sem áður er það hann sem á að kenna henni, og í veruleikanum
er hann víðsfjarri, aðeins til í hennar eigin þrá. Slíkar svefnmyndir sem
nálgast dauðamók eru mjög algengar í sögunni, einnig lýsingar á snertingu
Oldu við náttúruna, þar sem hún er yfirleitt í láréttri stellingu og eins
nálægt jörðinni og við verður komið. Síðasta vetrardag tínir hún rusl í
garðinum heima hjá sér og „les bjakk í grautfúnum gróðri“ (62). A haustin
veður hún „gróður undirheimsins í hné“ (30) í gjánum á Þingvöllum og
69