Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 27
Af hverju tettum við að framleiða lélegt rauðvín? háskóla í Cambridge. Eiríkur kenndi honum íslensku og í sameiningu fóru þeir að þýða fornsögurnar á ensku. Grettissaga og Gunnlaugssaga orms- tungu komu út árið 1869 og margar fleiri þýðingar fylgdu í kjölfarið. Þýð- ingar þessar hafa fengið misjafna dóma. Þýðendur þykja hafa fyrnt mál sitt um of og horfið frá þeim einfaldleika sem er aðalsmerki sagnanna. A stundum er fremur um endursögn að ræða en þýðingu. En í þessu sam- hengi er fróðlegt að skoða það sem Morris segir í formála sínum að Grett- issöguþýðingunni um gildi sögunnar fyrir samtímalesendur: „Fyrir okkur nútímamenn liggur raunverulegt gildi þessara heimilda um lífsstig fyrri alda fyrst og fremst í því að sjá fjallað á lifandi og dramatískan hátt um atburði, sem voru í höfuðatriðum sannir, af fólki sem skildi fullkomlega siði, líf og, umfram allt, hugarfar persónanna í þeim . . . Sagnamaðurinn missir aldrei tökin á lyndiseinkunn Grettis, og hann er sami maður frá upphafi til enda; kringumstæðurnar hrinda hon- um hingað og þangað, en hann lætur þær ekki breyta sér mikið; hann er ógæfumaður í öllu, en þó nógu sterkur til að bugast ekki af lánleysinu, fullur fyrirlitningar á heiminum, en þó gleðimaður og staðráðinn í að fá sem mest út úr lífinu; lætur ekki blekkjast af svikráðum manna, en kveinkar sér ekki undan því vegna þess að hann þarf að umbera það . . .“4 Árið 1869 las Morris Völsungasögu og kallaði hana „stórbrotnustu sögu sem sögð hefur verið“ og hélt því fram að hún væri jafn mikilvæg fyrir okkar kynstofn og Trójusagan hefði verið Grikkjum.5 Islendingasögurnar nefndi hann „stórkostlegt afsprengi dýrkunar dirfskunnar"6 og er greinilegt að það er hetjuskapurinn sem á hug hans allan, máttur einstaklingsins gagnvart ofurefli og áþján. Hafa ýmsir orðið til að undirstrika mikilvægi þessa lesturs fyrir Morris á þessum tíma og honum gjarnan lýst sem ein- hverskonar „björgun" úr persónulegri, listrænni og jafnvel hugmynda- fræðilegri kreppu. „Ur hinu lakara miðalda moldviðri björguðu svo vorar bókmenntir skáldinu,“ segir Matthías Jochumsson í grein sinni um Morris og styðst þar við ævisöguritarann Mackail.7 Víst er að uppgötvun hans á fornnorrænum menningararfi hafði veruleg áhrif á listræna þróun hans. Þangað sótti hann efnivið í skáldskap sinn enda þótt því færi fjarri að hann hefði hinn látlausa og einfalda stíl Islendinga- sagna að leiðarljósi við skáldskapariðkun sína. En fornsögurnar virðast hafa snert djúpan streng í Morris eins og Eiríkur Magnússon lýsir í minn- ingargrein um hann 1896: „Það sem mest heillaði Morris var hve skýrt sagnamaðurinn fjallaði um mannleg samskipti, hvernig hann raðaði efnivið í sögu sína á drama- TMM II 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.