Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 25
Af hverju œttum við að framleiða lélegt rauðvín t er sama hver iðjan er, leigubílstjórinn á sinn heim, verkfræðingurinn sinn og húsmóðirin sína veröld. Yfirsýnina vantar. A undanförnum áratugum hafa líka skuggahliðar þeirrar tækniþróunar sem Morris varaði við orðið æ meira áberandi og gert það að verkum að hann er ekki lengur afgreiddur sem rómantíker og draumóramaður. Kenn- ingar ýmissa samtímamanna hans, sem voru taldir hafa vísindalegri og raunhæfari afstöðu til samfélagsmála, koma okkur hins vegar nú fyrir sjón- ir sem vélrænar og skammsýnar. Umbótamenn 19. aldarinnar voru í raun og veru langflestir að reyna að svara sömu spurningunni, hvernig mögulegt væri að bæta almenn lífskjör án þess að skerða frelsi og athafnaþrá einstakl- ingsins meira en nauðsyn krefði. Aftur á móti var skilningur þeirra á frelsi og nauðsyn, ríkidæmi og athafnaþrá mjög mismunandi. Enn meira ósam- lyndi var um leiðirnar að hinu setta marki. Framfaraskilningur upplýsingarinnar var síður en svo jarðbundinn og það var ekki fyrr en með pólitísku hagfræðingunum, Adam Smith, Ricardo og James Mill, og síðar Marx sem heildstæð og jarðbundin túlkun á efnis- legum framförum verður til. Skilningur þeirra á iðnbyltingunni og greining þeirra á því hvernig auðmagnið leysir framleiðsluöflin úr læðingi gerði kröfuna um nýja samfélagsskipan að raunhæfu pólitísku baráttumarkmiði. Karl Marx var eins og flestir samtímamanna hans þeirrar skoðunar að jafn- rétti og veraldleg gæði yrði að kaupa með tímabundinni fórn innantómrar vöruframleiðslu. En það sem fyrir Marx var tímabundin nauðsyn breyttist í eitt af æðstu gildum hins nýja samfélags. Rússneska byltingin var gerð í vanþróuðu, fátæku ríki sem þjakað var af margra áratuga innanlandsátök- um. Svigrúmið var lítið og útkoman varð það sem Agnes Heller og Ference Feher hafa kallað „alræði yfir þörfum".2 Miðstýrð föðurleg skipulagning varð ofan á og verkfærahyggja var gerð að samnefnara skynsamlegra vinnu- bragða. Lýðræðið var afnumið af þeirri einföldu ástæðu að brauðskortur- inn leyfði það ekki. Þegar þarna var komið sögu var rödd Morris nánast gleymd í sósíalískri hreyfingu. Honum hafði þótt iðnvæðingin of dýru verði keypt og hann féllst ekki á að pólitísk miðstýring væri nauðsynleg. Hann bend á að fjöldaframleiðsla og verksmiðjuiðnaður hefði ekki aðeins stuðlað að auk- inni örbirgð fjöldans, heldur leitt af sér lélegri vörur og gert ljótleikann ráðandi í umhverfi fólks. Þessi þróun var að mati Morris engin söguleg nauðsyn og í ritum sínum höfðaði hann til ímyndunarafls lesenda til að fá þá til að hugleiða með sér aðra möguleika. Morris leitaði til fortíðarinnar að byggingarefni framtíðarinnar og er trúlega tvennt sem hann getur þakk- að frámsýnina og erfitt að segja til um hvort vó þyngra: hugmyndir hans 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.