Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 67
Dœmd til að hrekjast köflum heimsbókmennta og sálfræðirita.3 Orðræða ástarinnar, segir hann, er orðræða dýpstu einsemdar, sem hið almenna mál ýmist tekur ekki eftir, lítilsvirðir eða hæðir. Þessi orðræða, segir hann, er í sjálfri sér kvenleg. Sé karlmaður talinn kvenlegur er það oft vegna þess að hann er ástfanginn. Hann gefur sig tilfinningum á vald og brýtur þannig gegn lögmálum samfé- lagsins sem beinast að því að halda þeim í skefjum.4 Orðræða ástarinnar er ruglað mál, skáldlegt mál, og hana má aftur tengja kenningum Juliu Kristevu um tungumál og stöðu þess í táknkerfi samfé- lagsins. I bók sinni um byltingarafl skáldlegs máls La Révolution du lang- age poétique (1974) útskýrir hún þann mun sem hún gerir á almennu máli og máli skáldskapar.5 I máli skáldskaparins má sjá tilraun mannsins til að fylla það tóm sem myndast við aðskilnað barnsins frá samlífinu — eða „symbíósunni" — við móðurina. Skáldlegt mál verður til í togstreitunni milli líkama móðurinnar, sem er ímynd orðlausrar frumreynslu, snertingar, hlýju og tilfinninga, og þess samfélagssáttmála — og um leið málkerfis og tungumáls — sem barnið hlýtur að gangast undir. Þennan samfélagssátt- mála kallar Kristeva lögmál föðurins. Heim móðurinnar og frumbernskunnar, „hið semíótíska“, hugsar Krist- eva sér sem óheftan og orðlausan heim nautnar, hugarflugs og ímyndunar. Þessum heimi fylgir gleði, leikir, hamingja, snerting og hlýja móðurlíkam- ans (og móðurlífsins), sem lögmál föðurins, „symbólska" kerfið, bælir nið- ur og bannar. Þessar frumhvatir, sem heyra móðurinni, upprunanum og náttúrunni til, einkennast af glundroða, hrynjandi og endalausu flæði sem safnast fyrir í því sem Kristeva með hugtaki frá Plató kallar kóru. Smám saman og um leið og barnið lærir tungumálið fer það að greina sundur þetta flæði, leitast við að hólfa það niður í orð og setja á það merkingu. Og þegar barnið er að fullu komið inn í samfélagið, heim föðurins, er kóran með allri sinni gleði og villta glundroða að meira eða minna leyti bæld og komin undir stjórn. Eftir það verður hún aðeins skynjuð sem þrýstingur á hið almenna mál, málkerfið með sinni einræðu merkingu og rökvísu setn- ingum. Hún kemur fram sem slög eða hrynjandi í málinu, óvæntar og órökvísar samsetningar, truflanir, brot, merkingarleysa, þagnir. Þennan þrýsting kórunnar sem í sífellu leitast við að brjóta sér leið upp á yfirborð merkingarinnar kallar Julia Kristeva þrá í tungumálinu. Þessi þrá er að mestu bæld í hinu almenna og opinbera tungumáli, þar sem orðin hafa tilhneigingu til bókstaflegrar merkingar, merkja einfaldlega það sem þau merkja og vísa lítið út fyrir það. Þráin er hins vegar einkenni og inntak skáldlegs máls, sem er að því leyti byltingarkennt að það bendir á grund- vallarkreppur í mannlegu samfélagi sem hið almenna mál breiðir yfir og bælir. 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.