Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 67
Dœmd til að hrekjast
köflum heimsbókmennta og sálfræðirita.3 Orðræða ástarinnar, segir hann,
er orðræða dýpstu einsemdar, sem hið almenna mál ýmist tekur ekki eftir,
lítilsvirðir eða hæðir. Þessi orðræða, segir hann, er í sjálfri sér kvenleg. Sé
karlmaður talinn kvenlegur er það oft vegna þess að hann er ástfanginn.
Hann gefur sig tilfinningum á vald og brýtur þannig gegn lögmálum samfé-
lagsins sem beinast að því að halda þeim í skefjum.4
Orðræða ástarinnar er ruglað mál, skáldlegt mál, og hana má aftur tengja
kenningum Juliu Kristevu um tungumál og stöðu þess í táknkerfi samfé-
lagsins. I bók sinni um byltingarafl skáldlegs máls La Révolution du lang-
age poétique (1974) útskýrir hún þann mun sem hún gerir á almennu máli
og máli skáldskapar.5 I máli skáldskaparins má sjá tilraun mannsins til að
fylla það tóm sem myndast við aðskilnað barnsins frá samlífinu — eða
„symbíósunni" — við móðurina. Skáldlegt mál verður til í togstreitunni
milli líkama móðurinnar, sem er ímynd orðlausrar frumreynslu, snertingar,
hlýju og tilfinninga, og þess samfélagssáttmála — og um leið málkerfis og
tungumáls — sem barnið hlýtur að gangast undir. Þennan samfélagssátt-
mála kallar Kristeva lögmál föðurins.
Heim móðurinnar og frumbernskunnar, „hið semíótíska“, hugsar Krist-
eva sér sem óheftan og orðlausan heim nautnar, hugarflugs og ímyndunar.
Þessum heimi fylgir gleði, leikir, hamingja, snerting og hlýja móðurlíkam-
ans (og móðurlífsins), sem lögmál föðurins, „symbólska" kerfið, bælir nið-
ur og bannar. Þessar frumhvatir, sem heyra móðurinni, upprunanum og
náttúrunni til, einkennast af glundroða, hrynjandi og endalausu flæði sem
safnast fyrir í því sem Kristeva með hugtaki frá Plató kallar kóru. Smám
saman og um leið og barnið lærir tungumálið fer það að greina sundur
þetta flæði, leitast við að hólfa það niður í orð og setja á það merkingu. Og
þegar barnið er að fullu komið inn í samfélagið, heim föðurins, er kóran
með allri sinni gleði og villta glundroða að meira eða minna leyti bæld og
komin undir stjórn. Eftir það verður hún aðeins skynjuð sem þrýstingur á
hið almenna mál, málkerfið með sinni einræðu merkingu og rökvísu setn-
ingum. Hún kemur fram sem slög eða hrynjandi í málinu, óvæntar og
órökvísar samsetningar, truflanir, brot, merkingarleysa, þagnir. Þennan
þrýsting kórunnar sem í sífellu leitast við að brjóta sér leið upp á yfirborð
merkingarinnar kallar Julia Kristeva þrá í tungumálinu. Þessi þrá er að
mestu bæld í hinu almenna og opinbera tungumáli, þar sem orðin hafa
tilhneigingu til bókstaflegrar merkingar, merkja einfaldlega það sem þau
merkja og vísa lítið út fyrir það. Þráin er hins vegar einkenni og inntak
skáldlegs máls, sem er að því leyti byltingarkennt að það bendir á grund-
vallarkreppur í mannlegu samfélagi sem hið almenna mál breiðir yfir og
bælir.
57