Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 15
Adrepur
Að vísu er því ekki lengur haldið fram opinberlega að þýðingar á íslenskum
bókmenntaverkum geti valdið sölutregðu á innlendum matvælum erlendis en
um þau mál stóðu eitt sinn miklar blaðadeilur.
Fjölmiðlum nútímans, sem stundum hættir til að líta á sjálfa sig sem eins
konar barnapíu þjóðfélagsins, ber skilyrðislaust að taka menningarmál til alvar-
legrar umfjöllunar og skoða hug sinn mjög gaumgæfilega í þeim efnum, leggj-
ast undir feld og stunda innhverfa íhugun á hinu listræna sviði.
En það ber þeim ekki að gera af einskærri fórnfýsi við menninguna - hún
kemst af án allrar umfjöllunar og þarfnast engrar sjúkrahjálpar - heldur hljóta
þeir að finna til þeirrar skyldu sjálfra sín vegna og það af þeirri einföldu ástæðu
að því menntaðri og upplýstari þjóð sem hér býr því betri geta þeir leyft sér að
hafa dagskrá sína.
Þetta er svo augljóst mál að um það ætti ekki að þurfa að halda neinar
sérstakar samkomur. Röksemdin um að fólkið vilji bara drasl hefur alltaf verið
skálkaskjól þeirra sem hafa ekkert annað að bjóða. Það er þannig ekki höfunda
að krefjast þess að sjónvarpsstöðvar, útvarpsstöðvar og dagblöð setji sig í ein-
hverjar heimsbókmenntalegar stellingar, því bókmenntirnar eru fyrst og fremst
í höndum höfundanna og þeir einir geta gert þá kröfu til sjálfra sín að hafa
augun jafn opin fyrir umheiminum og sagnaritarar fyrri tíma.
Geri þeir það ekki er vitaskuld út I hött að ásaka fjölmiðlana um ásigkomu-
lagið í andlegum efnum því skáldskapurinn er skóli þar sem einn höfundur
lærir mest af sjálfum sér og öðrum höfundum og bókmenntirnar þróast í ein-
hverjum undarlegum borðtennisleik þar sem spaðarnir eru augu, kúlurnar orð
og leikreglurnar leyfa engum að hætta. Það að dagblöð og fjölmiðlar sinni
heimsbókmenntunum nánast ekki neitt, helst að reyfarar séu ritdæmdir, gerir
höfundana ekki stikkfrí heldur leggur auknar kröfur á herðar þeirra.
Umfjöllun um bókmenntir á opinberum vettvangi, í fjölmiðlum, er heldur
enginn úrskurður eða lokaniðurstaða sem höfundur þarf að taka mark á í starfi
sínu, því ritdómur er enginn sakadómur eða hæstiréttur, það er ekki hægt að
úrskurða höfund í geðrannsókn eða banna honum að skrifa, og alls ekki víst að
gagnrýnandinn hafi komið auga á margslungin vímuefnin sem höfundurinn
með lævísum hætti smyglaði inn í verkið. Það hendir jafnvel að gagnrýnendur
hafi farið í bókmenntalega afvötnun og séu búnir að halda sér þurrum býsna
lengi-
Jákvæður ritdómur getur ekki bjargað slæmu bókmenntaverki frá því að vera
slæmt og neikvæður dómur eyðileggur sömuleiðis ekki það sem vel er gert.
Ritdómari getur kannski kennt gömlum hundi að sitja en ekki rithöfundi að
skrifa. Þegar fram líða stundir stendur ritdómur um bók aðeins sem vitnis-
burður um sjálfan sig en verkið talar sínu máli sé það ekki orðið mállaust.
Frá sjónarmiði hins almenna lesanda er skáldskapurinn einsog hanaslagur,
nautaat, fótbolti, tónleikar, bingó, teboð í hallargarði, samfarir, flautuleikur
undir beru lofti, í stuttu máli galdur sem fær hann til að fletta af einni síðu yfir
5